Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Á meðan Landssamband lögreglumanna fagnar áformum um að gerð verði stjórnsýsluúttekt á embætti ríkislögreglustjóra vill ríkislögreglustjóri að ráðist verði í heildarúttekt lögreglumála í landinu. Fjallað verður ítarlega um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 á eftir og rætt við fulltrúa lögreglumanna og ríkislögreglustjóra.

Við segjum einnig frá því að það sem af er ári hafa helmingi fleiri karlar leitað til Bjarkahlíðar en allt árið í fyrra. Verkefnastýra segir að karlar séu ólíklegri til að kæra ofbeldið þar sem þeir óttist viðbrögð samfélagsins.

Kýr á breskri rannsóknarstofu borða nú íslenskt þang undir vökulum augum vísindamanna. Vonast er til þess að fæðan dragi úr metangaslosun.

Enn er allt í hnút vegna Brexit. Áhrif hugsanlegrar útgöngu án samnings gætu orðið víðtæk en í fréttatímanum heyrum við í breskum gæludýraeigendum sem óttast að dýrin þeirra missi evrópsk vegabréf sín, verði að samningslausri útgöngu.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar í opinni dagskrá klukkan 18:30.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.