Fleiri fréttir

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Hjón frá Georgíu berjast fyrir að fá dvalarleyfi hér á landi svo þau geti heimsótt leiði sonar síns í Gufuneskirkjugarði. Þau eignuðust annað barn í janúar og segja að samkvæmt lögum megi ekki vísa barni úr landi sem hefur búið hér óslitið frá fæðingu. Hjónunum hefur alls þrisvar verið synjað um bæði hælis-og dvalarleyfi.

Slasaður maður á Fimmvörðuhálsi

Björgunarsveitir á Suðurlandi voru kallaðar út á fjórða tímanum í dag vegna manns á Fimmvörðuhálsi sem er slasaður á fæti. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Landsbjörg.

Efna til hjólastólarallýs niður Kambana

Í kvöld ætla einstaklingar sem bundnir eru við hjólastól að efna til hjólastólarallýs niður Kambana frá Kambabrún niður í Hveragerði. Lagt verður af stað frá Olís Norðlingaholti klukkan 17 og hefst rallýið niður Kambana klukkan 18.

Alvarlega slasaður eftir áreksturinn á Suðurlandsvegi

Þrír voru fluttir á Landspítalann eftir harðan árekstur tveggja bíla á Suðurlandsvegi skammt austan við Rauðhóla í hádeginu í dag. Einn var fluttur með alvarlega áverka en hinir tveir eru minna slasaðir.

Ekki tókst að losa öll hræ grindhvalana úr fjörunni í Garði

Ekki tókst að losa öll hræ grindhvalana úr fjörðunni í Garði eins og til hafði staðið. Eitt hræ, sem hafði áður losnað og síðan flotið aftur í land var urðað í fjörinni. Þannig var sleginn botn í langa verslunarmannahelgi björgunarsveitarfólks.

Undarlegur litur á Elliðaánum

Mjólkurhvítt vatn rennur úr ræsi í Elliðaánum við Reykjanesbrautina hjá Sprengisandi. Ásgeir Heiðar, veiðivörður tók mynd af ánni og birti á Facebook.

Sex hræ talin vera enn í fjörunni

Enn er talið að sex hræ grindhvala séu í fjörunni í Garði en björgunarsveitarmönnum tókst að losa átta hræ í gær. Hræin voru dregin langt út á sjó þar sem stungið var á maga þeirra og þeim sökkt. Stefnt er að því að reyna klára að losa hræin í dag.

Slökkviliðsmenn gengu af göflunum

Sex slökkviliðsmenn sem gengið hafa þvert yfir hálendið frá Akureyri til Selfoss komu að Björgunarmiðstöðinni á Selfossi klukkan 11. Með hlaupinu lögðu þeir Hollvinasamtökum Sjúkrahússins á Akureyri lið og söfnuðu fyrir hitakassa á barnadeild sjúkrahússins

Guðni ávarpaði gesti Unglingalandsmóts UMFÍ

Unglingalandsmót UMFÍ hófst í dag en mótið fer fram á Höfn í Hornafirði um helgina. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, ávarpaði hátíðargesti á setningu mótsins í gær en hann er á mótinu ásamt Elizu Reid og tveimur af börnum þeirra.

Siðareglur til endurskoðunar

Forseti Alþingis undirbýr nú endurskoðun siðareglna fyrir alþingismenn. Málið á dagskrá sumarfundar forsætisnefndar. Endurskoða á framkvæmd og umgjörð reglnanna fremur en hátternisreglurnar sjálfar.

Fjórðungur lambahryggja fluttur út

Stutt er í sláturtíð og lítið eftir af innlendu lambakjöti. Sauðfjárbændur segja íslenska verslun reyna að grafa undan "eðlilegri verðmyndun á markaði“ með því að flytja inn lambahryggi. Tæplega 3.000 tonn hafa verið flutt út s

Allir komi heilir heim

Þorsteinn Matthías Kristinsson, varðstjóri á Suðurlandi, verður á vaktinni seinni hluta verslunarmannahelgarinnar. Hann segir slys og líkamstjón í umferðinni því miður daglegt brauð. Lögreglumenn standi þétt saman til að takast á við

Sjá næstu 50 fréttir