Fleiri fréttir

Þingmenn ræða vantraust á Sigmund

Formaður Bjartrar framtíðar segir koma til greina að leggja fram vantrauststillögu á forsætisráðherra. Ástæðan er upplýsingar sem birtust um fjármál eiginkonu ráðherrans í síðustu viku.

Vill að bændur felli nýgerðan samning

Jóhann Pétur Ágústsson, formaður Félags sauðfjárbænda á Vestfjörðum, segir bændur á sínu svæði koma mjög illa út úr nýjum sauðfjársamningum.

Tilfinningalegt ofbeldi að hindra umgengni föður og barns

Forstjóri Barnaverndarstofu segir það vera veruleg áhyggjuefni hversu úrræðalaust kerfið sé gagnvart því þegar foreldri er meinað að umgangast barn sitt. Börn geti borið mikinn skaða af slíku tilfinningalegu ofbeldi.

„Ég veit ekki hversu harðan slag maður vill fara í“

Hrafn Gunnlaugsson segist ekki skilja hvers vegna sumarhús sem verið hefur í eigu fjölskyldu hans í áratugi teljist nú vera ógn við vatnsvernd borgarbúa. Hrafn stendur í málaferlum við Orkuveitu Reykjavíkur en segist óviss um hve harðan slag hann treysti sér í.

Óstaðfest að Íslendingur hafi særst

Tyrknesk stjórnvöld sögðu svo vera en borgaraþjónusta Utanríkisráðuneytisins hefur ekki staðfest það þrátt fyrir miklar eftirgrennslanir.

Féll niður í fjöru

Björgunarsveitin Húnar á Hvammstanga var kölluð út vegna manns sem hafði slasast í fjöru við Skarð á Vatnsnesi.

Ætti að leyfa sölu áfengis í verslunum?

Björt Ólafsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, og Rafn Magnús Jónsson, verkefnisstjóri hjá embætti Landlæknis, eru ekki á einu máli um hvort eigi að leyfa sölu áfengis í verslunum. Björt vill ekki að ríkið skipti sér af verslunarrekstri, en Rafn segir slík rök lítilvæg í samanburði við lýðheilsusjónarmið. Aukið aðgengi þýði aukna neyslu.

Fékk skjól í boði velgjörðarmanns í nótt

Sómalskur flóttamaður sem sá fram á að sofa á götunni eftir að hafa verið vísað úr húsnæði Útlendingastofnunar fékk inni á hóteli í nótt í boði velgjörðarmanns.

Ungt fólk geti lent í fátækragildru

Hækkun skyldulífeyrisgreiðslna með SALEK-samkomulaginu gætu stuðlað að því að fólk lendi í fátæktrargildru að sögn Ásgeirs Jónssonar hagfræðings.

Sérhæfa sig í þjónustu við erlendar stjörnur

Servio sérhæfir sig í hágæða þjónustu sem felst í akstri, lífvörslu og almennum "reddingum“ fyrir stórstjörnur. Erlendir kvikmynda- og auglýsingagerðarmenn helstu viðskiptamenn.

Þriðjungur blóðgjafa konur

Á hverju ári koma átta til níu þúsund manns til að gefa blóð hjá Blóðbankanum og nýliðun þarf að vera um það bil tvö þúsund blóðgjafar á ári til þess að viðhalda blóðgjafahópnum.

Tíundi hver maður með heilaskaða í endurhæfingu

Fimm hundruð manns fá áverkatengdan heilaskaða á ári hverju. Áttatíu af þeim þurfa á sérhæfðri endurhæfingu að halda en eingöngu tíu komast að á Grensás. Þetta er meðal þess sem kom fram á ráðstefnu Hugarfars, félags fólks með ákominn heilaskaða.

Miðhálendið verði sett á heimsminjaskrá

Lögð hefur verið fram þingsályktunartillaga um að fela ríkisstjórninni að setja miðhálendi Íslands á yfirlitsskrá yfir heimsminjar UNESCO og fela heimsminjanefnd Íslands að undirbúa umsókn þar að lútandi.

Sérlög þýða stóraukna ábyrgð

Umhverfisráðuneytið segir að enginn dragi í efa að stjórnvöld bera aukna ábyrgð á náttúruvernd við Mývatn og Laxá vegna sérlaga sem um svæðið gilda. Unnið er að málinu á grunni gagnasöfnunar í fyrra.

Sjá næstu 50 fréttir