Ungt fólk geti lent í fátækragildru Ingvar Haraldsson skrifar 19. mars 2016 07:00 Ungt fólk á í verulegum erfiðleikum með að kaupa sína fyrstu íbúð. NordicPhotos/Getty Ásgeir Jónsson, deildarforseti hagfræðideildar Háskóla Íslands, óttast að fyrirhugaðar breytingar á lífeyrissjóðakerfinu með SALEK-samkomulaginu stuðli að því að ungt fólk lendi í fátæktargildru. Þetta kom fram á fundi Félags atvinnurekenda um lífeyrismál í gær. Með samkomulaginu mun mótframlag atvinnurekenda í lífeyrissjóð hækka úr 8 í 11,5 prósent sem hefur í för með sér að allt að fimmtungur tekna launafólks rennur í lífeyrissjóð. Launafólk greiðir sjálft fjögur prósent launa sinna í lífeyrissjóð en þeir sem nýta sér séreignarsparnað greiða sjálfir tvö til fjögur prósent launa sinna í séreignasparnað og fá á móti tvö prósent sem framlag atvinnurekenda. Ásgeir benti á að ungt fólk börn þurfi að auka neyslu sína meðan það er að ala upp börnin. Algengt væri að það væri á milli þrítugs og fertugs. Á sama árabili væri greiðslubyrði húsnæðislána yfirleitt hæst. Því væri hætta á því að skylduiðgjaldið væri of hátt á þessu aldursbili þar sem útgjöldin væru hvað mest. Ásgeir benti einnig á að háir jaðarskattar bitnuðu einnig á ungu fólki sem þyrfti að vinna meira til að eiga fyrir útgjöldum. Þessi staða geti skapað hvata til lántöku hjá þessum aldurshópi. Ásgeir stakk upp á því að greiðslur í lífeyrissjóð yrðu gerðar sveigjanlegri til að mæta þörfum yngra fólks eða ákveðinna hópa.Fullt var á fundinum og deildu sumir fundarmenn áhyggjum þeirra Ásgeirs og Gunnars.Fréttablaðið/Anton BrinkGunnar Baldvinsson, deildi áhyggjum Ásgeirs. Gunnar mælti með því að möguleiki fólks til að nýta séreignarsparnað til að greiða inn á húsnæðislán yrði gerður varanlegur. Hann benti á að þörfin fyrir að nýta sér séreignarsparnaðarkerfið hefði minnkað með tilkomu hærri lífeyrisgreiðslna. Hins vegar væri óskynsamlegt fyrir einstaklinga að nýta sér ekki séreignarlífeyrissparnað því með því yrðu launþegar af tveggja prósenta mótframlagi vinnuveitenda. Þá nefndu bæði Gunnar og Ásgeir að brýnt væri að lífeyrissjóðirnir gætu fjárfest í auknum mæli erlendis. Ásgeir benti á að breytingarnar með SALEK-samkomulaginu myndu hækka iðgjöld um 10-12 milljarða á ári. Til þess að það skapi ekki aukna þenslu hér á landi væri mikilvægt að fénu væri fjárfest erlendis. Ásgeir sagði að lífeyrissjóðirnir þyrftu líklega að fá að fjárfesta fyrir um 50-100 milljarða á ári erlendis til að auka hlutfall erlendra eigna þeirra sem hafi lækkað mikið síðustu ár. Lífeyrissjóðir fengu að fjárfesta fyrir 20 milljarða erlendis á fyrstu fjórum mánuðum ársins. Gunnar sagðist bjartsýnn á að frekari heimildir yrðu veittar síðar á árinu. Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Fleiri fréttir „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Sjá meira
Ásgeir Jónsson, deildarforseti hagfræðideildar Háskóla Íslands, óttast að fyrirhugaðar breytingar á lífeyrissjóðakerfinu með SALEK-samkomulaginu stuðli að því að ungt fólk lendi í fátæktargildru. Þetta kom fram á fundi Félags atvinnurekenda um lífeyrismál í gær. Með samkomulaginu mun mótframlag atvinnurekenda í lífeyrissjóð hækka úr 8 í 11,5 prósent sem hefur í för með sér að allt að fimmtungur tekna launafólks rennur í lífeyrissjóð. Launafólk greiðir sjálft fjögur prósent launa sinna í lífeyrissjóð en þeir sem nýta sér séreignarsparnað greiða sjálfir tvö til fjögur prósent launa sinna í séreignasparnað og fá á móti tvö prósent sem framlag atvinnurekenda. Ásgeir benti á að ungt fólk börn þurfi að auka neyslu sína meðan það er að ala upp börnin. Algengt væri að það væri á milli þrítugs og fertugs. Á sama árabili væri greiðslubyrði húsnæðislána yfirleitt hæst. Því væri hætta á því að skylduiðgjaldið væri of hátt á þessu aldursbili þar sem útgjöldin væru hvað mest. Ásgeir benti einnig á að háir jaðarskattar bitnuðu einnig á ungu fólki sem þyrfti að vinna meira til að eiga fyrir útgjöldum. Þessi staða geti skapað hvata til lántöku hjá þessum aldurshópi. Ásgeir stakk upp á því að greiðslur í lífeyrissjóð yrðu gerðar sveigjanlegri til að mæta þörfum yngra fólks eða ákveðinna hópa.Fullt var á fundinum og deildu sumir fundarmenn áhyggjum þeirra Ásgeirs og Gunnars.Fréttablaðið/Anton BrinkGunnar Baldvinsson, deildi áhyggjum Ásgeirs. Gunnar mælti með því að möguleiki fólks til að nýta séreignarsparnað til að greiða inn á húsnæðislán yrði gerður varanlegur. Hann benti á að þörfin fyrir að nýta sér séreignarsparnaðarkerfið hefði minnkað með tilkomu hærri lífeyrisgreiðslna. Hins vegar væri óskynsamlegt fyrir einstaklinga að nýta sér ekki séreignarlífeyrissparnað því með því yrðu launþegar af tveggja prósenta mótframlagi vinnuveitenda. Þá nefndu bæði Gunnar og Ásgeir að brýnt væri að lífeyrissjóðirnir gætu fjárfest í auknum mæli erlendis. Ásgeir benti á að breytingarnar með SALEK-samkomulaginu myndu hækka iðgjöld um 10-12 milljarða á ári. Til þess að það skapi ekki aukna þenslu hér á landi væri mikilvægt að fénu væri fjárfest erlendis. Ásgeir sagði að lífeyrissjóðirnir þyrftu líklega að fá að fjárfesta fyrir um 50-100 milljarða á ári erlendis til að auka hlutfall erlendra eigna þeirra sem hafi lækkað mikið síðustu ár. Lífeyrissjóðir fengu að fjárfesta fyrir 20 milljarða erlendis á fyrstu fjórum mánuðum ársins. Gunnar sagðist bjartsýnn á að frekari heimildir yrðu veittar síðar á árinu.
Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Fleiri fréttir „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Sjá meira