Sjálfstæðar hönnunarbúðir að hverfa úr miðbænum? Birgir Örn Steinarsson skrifar 18. mars 2016 13:48 Allt stefnir í að útlit Laugavegarins sé að breytast. Visir/Reykjavíkurborg Nokkrar sjálfstæðar íslenskar sérhönnunarbúðir í miðbænum eiga í vaxandi vandræðum með það að haldast í húsnæðum sínum. Ástæðurnar eru nokkrar en þær helstu eru síhækkandi húsaleiga á svæðinu sem og fyrirhugaðar byggingaframkvæmdir. Á meðal verslana sem nú eiga í húsnæðisvanda eru Spark Design sem mun yfirgefa húsnæði sitt á Klapparstíg um mánaðarmótin, Orr í Bankastrætinu sem leitar nú að nýjum húsakynnum þar sem nú á að opna 10/11 verslun í húsinu, Kraumur sem er að yfirgefa Aðalstrætið til þess að færa sig í kjallara Cintamani og Kiosk á Laugarvegi en það hús stendur til að rífa. „Við byrjuðum að leigja hér fyrir sex árum síðan og leigan hefur síðan þá hækkað um 70%,“ segir Sigríður Sigurjónsdóttir hjá Spark Design, sem er verslun á gallery. „Núna átti hún svo að hækka um 50% sem er bara allt of mikið fyrir okkur“. Sigríður segir samskipti sín við leigusalan vera góð og að hún skilji vel að þeir sem eigi húsnæði í miðbænum vilji fá sem mest fyrir sinn snúð. Hún leitar nú að nýju húsnæði og hefur haft augastað á hverfinu kringum Hlemm og á Granda en þar er leiguverð nokkuð lægra. „Það er kannski alveg eðlilegt að grasrótarstarfssemin sé að færast út á kantinn en það er líka svolítið leiðinlegt“.Halla Helgadóttir er ósátt við þróun verslunarmenningar í miðbænum.VísirBærinn að verða óáhugaverðurHalla Helgadóttir, framkvæmdarstjóri Hönnunarmiðstöðvar Íslands, mætti í gær í spjall hjá Síðdegisútvarpi Rásar 2 til þess að ræða þetta mál. „Þessar verslanir bera ekki svona mikla hækkun á húsaleigu,“ segir Halla. „Það er komin svo mikil þennsla. Í sumum tilvikum er húsaleigan að hækka um helming“. Hún segir miðbæinn vera þróast nær því sem þekkist í stórborgum á borð við London og Kaupmannahöfn. „Bærinn er að fyllast af ákveðnum tegundum búða sem eru ekkert voðalega áhugaverðar. Ég heyri það svo mikið frá erlendum gestum að þeim finnst svo einstakt að labba niður aðal verslunargötu borgarinnar og sjá engar keðjur“. Halla segist einnig vera ósátt við gífurlegan fjölda svokallaðra Lundabúða í bænum og kvartar yfir skorti af frumleika hjá þeim sem séu nægilega fjársterkir til þess að geta haldið út rekstri undir jafn hárri húsaleigu. „Það virðist vera að hugmyndafræðin hér sé að ef einn er að græða á einhverju ætlum við öll að græða á því sama þangað til að við förum öll á hausinn. Það er synd að fólkið sem hefur haldið þessum kúltur lifandi í miðbænum gegnum súrt og sætt sé sama fólkið og þurfi svo að víkja“. Þrátt fyrir þetta hefur fjöldi hönnunarbúða líklegast aldrei verið fleiri í höfuðborgarsvæðinu en fimmtán nýjar hönnunarbúðir hafa opnað á fimm árum. Þar má m.a. nefna Hrím, Epal, Norr11 og Myconceptstore.Björg vill að meiri áhersla verði lög á að markaðssetja íslenska hönnun erlendis.VísirNáum ekki nægilega vel til útlendinganaBjörg Ingadóttir hjá Spakmannsspjörum segist finna vel fyrir hækkandi húsaleigu í bænum. Húsaleiga þeirra er vísitölutryggð og hefur því hækkað töluvert upp á síðkastið. Eins og er sé búðin þó ekki á faraldsfæti. „Þetta er út í hött, það eru bara einhverjar örfáar búðir sem geta staðið undir þessu,“ segir hún. „Á sama tíma veit maður ekki hvert maður ætti að fara?“. Björg er með hugmyndir um hvernig auka megi áhuga ferðamanna á íslenskri hönnun. Það sé að hönnuðir taki sig saman og markaðssetji íslenska hönnun betur erlendis. „Við náum ekki nógu vel til útlendingana sem er spælandi því maður hélt að það myndi gerast. Við erum ekki sem þjóð búin að ákveða hvað það er sem við viljum standa fyrir. Það er meira hérna sem hægt er að markaðssetja hér en bara náttúran. Það er til dæmis engin tilviljun að dönsk hönnun er svona vel metin“. Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
Nokkrar sjálfstæðar íslenskar sérhönnunarbúðir í miðbænum eiga í vaxandi vandræðum með það að haldast í húsnæðum sínum. Ástæðurnar eru nokkrar en þær helstu eru síhækkandi húsaleiga á svæðinu sem og fyrirhugaðar byggingaframkvæmdir. Á meðal verslana sem nú eiga í húsnæðisvanda eru Spark Design sem mun yfirgefa húsnæði sitt á Klapparstíg um mánaðarmótin, Orr í Bankastrætinu sem leitar nú að nýjum húsakynnum þar sem nú á að opna 10/11 verslun í húsinu, Kraumur sem er að yfirgefa Aðalstrætið til þess að færa sig í kjallara Cintamani og Kiosk á Laugarvegi en það hús stendur til að rífa. „Við byrjuðum að leigja hér fyrir sex árum síðan og leigan hefur síðan þá hækkað um 70%,“ segir Sigríður Sigurjónsdóttir hjá Spark Design, sem er verslun á gallery. „Núna átti hún svo að hækka um 50% sem er bara allt of mikið fyrir okkur“. Sigríður segir samskipti sín við leigusalan vera góð og að hún skilji vel að þeir sem eigi húsnæði í miðbænum vilji fá sem mest fyrir sinn snúð. Hún leitar nú að nýju húsnæði og hefur haft augastað á hverfinu kringum Hlemm og á Granda en þar er leiguverð nokkuð lægra. „Það er kannski alveg eðlilegt að grasrótarstarfssemin sé að færast út á kantinn en það er líka svolítið leiðinlegt“.Halla Helgadóttir er ósátt við þróun verslunarmenningar í miðbænum.VísirBærinn að verða óáhugaverðurHalla Helgadóttir, framkvæmdarstjóri Hönnunarmiðstöðvar Íslands, mætti í gær í spjall hjá Síðdegisútvarpi Rásar 2 til þess að ræða þetta mál. „Þessar verslanir bera ekki svona mikla hækkun á húsaleigu,“ segir Halla. „Það er komin svo mikil þennsla. Í sumum tilvikum er húsaleigan að hækka um helming“. Hún segir miðbæinn vera þróast nær því sem þekkist í stórborgum á borð við London og Kaupmannahöfn. „Bærinn er að fyllast af ákveðnum tegundum búða sem eru ekkert voðalega áhugaverðar. Ég heyri það svo mikið frá erlendum gestum að þeim finnst svo einstakt að labba niður aðal verslunargötu borgarinnar og sjá engar keðjur“. Halla segist einnig vera ósátt við gífurlegan fjölda svokallaðra Lundabúða í bænum og kvartar yfir skorti af frumleika hjá þeim sem séu nægilega fjársterkir til þess að geta haldið út rekstri undir jafn hárri húsaleigu. „Það virðist vera að hugmyndafræðin hér sé að ef einn er að græða á einhverju ætlum við öll að græða á því sama þangað til að við förum öll á hausinn. Það er synd að fólkið sem hefur haldið þessum kúltur lifandi í miðbænum gegnum súrt og sætt sé sama fólkið og þurfi svo að víkja“. Þrátt fyrir þetta hefur fjöldi hönnunarbúða líklegast aldrei verið fleiri í höfuðborgarsvæðinu en fimmtán nýjar hönnunarbúðir hafa opnað á fimm árum. Þar má m.a. nefna Hrím, Epal, Norr11 og Myconceptstore.Björg vill að meiri áhersla verði lög á að markaðssetja íslenska hönnun erlendis.VísirNáum ekki nægilega vel til útlendinganaBjörg Ingadóttir hjá Spakmannsspjörum segist finna vel fyrir hækkandi húsaleigu í bænum. Húsaleiga þeirra er vísitölutryggð og hefur því hækkað töluvert upp á síðkastið. Eins og er sé búðin þó ekki á faraldsfæti. „Þetta er út í hött, það eru bara einhverjar örfáar búðir sem geta staðið undir þessu,“ segir hún. „Á sama tíma veit maður ekki hvert maður ætti að fara?“. Björg er með hugmyndir um hvernig auka megi áhuga ferðamanna á íslenskri hönnun. Það sé að hönnuðir taki sig saman og markaðssetji íslenska hönnun betur erlendis. „Við náum ekki nógu vel til útlendingana sem er spælandi því maður hélt að það myndi gerast. Við erum ekki sem þjóð búin að ákveða hvað það er sem við viljum standa fyrir. Það er meira hérna sem hægt er að markaðssetja hér en bara náttúran. Það er til dæmis engin tilviljun að dönsk hönnun er svona vel metin“.
Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira