Ætti að leyfa sölu áfengis í verslunum? Ólöf Skaftadóttir skrifar 19. mars 2016 15:00 Rafn vill ekki selja áfengi í verslunum en það vill Björt. Björt Ólafsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, og Rafn Magnús Jónsson, verkefnisstjóri hjá embætti Landlæknis, eru ekki á einu máli um hvort eigi að leyfa sölu áfengis í verslunum. Björt vill ekki að ríkið skipti sér af verslunarrekstri, en Rafn segir slík rök lítilvæg í samanburði við lýðheilsusjónarmið. Aukið aðgengi þýði aukna neyslu. Björt, er hlynnt því að áfengisfrumvarpið svokallaða verði gert að lögum. Hún segir að ríkið muni hafa fullt af tækjum og tólum til þess að móta almennilega áfengisstefnu og góða og skynsamlega lýðheilsustefnu. „Til dæmis er ekki hróflað við aldurstakmörkunum í sölu á áfengi, auk þess sem gert er ráð fyrir auknu fé til mála á borð við forvarnir og önnur mál sem miða að því að auka lýðheilsu.“ Björt segir drykkju ungmenna almennt hafa minnkað mikið undanfarin ár. „Þau skref sem stigin hafa verið til aukins frjálsræðis í þessum efnum hafa almennt verið farsæl skref. Það að ríkið sinni ekki sölu á áfengi er annað lítið skref í átt að frjálsræði. Það er skynsamlegt skref.“Varasamar vörur seldar á markaði Björt segist algjörlega mótfallin því að ríkið standi í nokkurs konar verslunarrekstri. „Ég tel að það fari mun betur á því að ríkið skapi skilyrði fyrir verslunarrekstri og setji umgjörð með reglugerð. Fjölmargar varasamar vörur eru þegar seldar á frjálsum markaði en með skilyrðum frá ríkinu og undir eftirliti frá því. Dæmi um slíka vöru er tóbak.“ Hún segist almennt vilja treysta fólki til þess að taka eigin ákvarðanir. „Við eigum að treysta fólki sem mest og stuðla að því að fólk taki ábyrgð á eigin lífi. Og frelsi og lýðheilsa eru ekki nauðsynlega andstæður.“ Aðspurð segir Björt þau sjónarmið sem fram hafa komið um þau áhrif sem aukið aðgengi að áfengi gæti haft á heilbrigði landsmanna alls ekki lítilvæg.Aukin velmegun hefur áhrif „Ég tel bara að lýðheilsumarkmiðum megi vel ná samfara samþykkt þessa frumvarps. Önnur sambærileg skref hafa, eins og reynslan sýnir okkur, ekki farið illa saman við markmið í lýðheilsu. Það er margt sem getur orðið til þess að neysla á áfengi verður meiri, til dæmis aukin velmegun. Vissulega er aðgengi veigamikill þáttur, en staðreyndin er sú að aðgengið er þegar orðið ótrúlega mikið. Sölustöðum áfengis hefur fjölgað gríðarlega og vínveitingastaðir eru úti um allt. Það er hægt að greiða fyrir áfengi með kreditkorti, sem er annar veigamikill þáttur í auknu aðgengi, en oft vanmetinn, að mér finnst.“ Almennt segir Björt að það að frumvarpið verði gert að lögum sé ekki jafn afdrifarík ákvörðun, eða jafn stórt skref, og sumir vilji meina. „Vegna þess að áfengisgjöld verða áfram há, sala vörunnar verður háð ströngum og miklum skilyrðum frá hinu opinbera og áfram þarftu að hafa náð tvítugsaldri til að fá að kaupa vín. Ég hef enga trú á því að allir verði hér pöddufullir þó að þetta skref verði samþykkt og stigið. Við sem erum stuðningsmenn þessa frumvarps erum líka talsmenn lýðheilsu. Við teljum einfaldlega að lýðheilsumarkmiðum sé vel hægt að ná í frjálsu samfélagi, þar sem frjálsa verslun og eðlilegt samkeppnisumhverfi er að finna.“ Rafn segir aukið aðgengi, sem sé óhjákvæmilegt þegar sölustöðum fjölgi, leiða til aukinnar neyslu áfengis. „Aukin neysla leiðir til aukinna skaðlegra áhrifa á einstaklinga sem þess neyta, á aðra í nánasta umhverfi og samfélagið í heild. Það fyrirkomulag sem fyrir hendi er í dag uppfyllir þær leiðbeiningar sem koma m.a. frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni um að takmarka aðgengi að áfengi. Það gefur einnig þau skilaboð til samfélagsins að áfengi sé eins og hver önnur neysluvara sem það er alls ekki,“ útskýrir hann. Hann segir aukna áfengisneyslu hafa áhrif á sjúkdómabyrði, sem eykst í hlutfalli við aukna neyslu. „Frumvarpið er í andstöðu við Stefnu í áfengis- og vímuvörnum til ársins 2020, gerir erfiðara að draga úr heildarneyslu áfengis um 10% eins og lagt er til í áætlunum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar.“Engin venjuleg neysluvara Óhófleg og skaðleg áfengisneysla sé stór áhrifaþáttur á heilsu fólks og hafi mikinn kostnað í för með sér. „Kostnaðurinn vegna neyslu áfengis birtist víða, m.a. í heilbrigðiskerfinu, tryggingakerfinu, samfélaginu, atvinnulífinu svo dæmi séu nefnd. Það má því ljóst vera að áfengi er engin venjuleg neysluvara og ætti því ekki að lúta sömu lögmálum og gilda um hefðbundnar neysluvörur. Breytingin mun hafa mest áhrif á viðkvæma hópa og unglinga. Má í því sambandi nefna áhrif tilslakana sem gerðar voru í Póllandi við inngöngu í ESB. Þá voru gerðar breytingar til aukins aðgengis með þeim afleiðingum að áfengisneysla ungmenna jókst. Það er mikilvægt að skoða reynslu annarra og meta hvort afleiðingarnar séu ásættanlegar. Þetta verður áhrifamikil breyting og það verður erfitt að snúa til baka.” Rafn segir klárt mál að heilbrigðissjónarmið vegi þyngra en sjónarmið verslunar. „Samkvæmt könnunum er meirihluti landsmanna á móti sölu áfengis í verslunum. Þá eru viðskiptavinir ÁTVR ánægðir með þjónustuna. Þessi sjónarmið neytenda eru skýr. Sjónarmið verslunar byggja á öðrum sjónarmiðum.“Hert á löggjöf í Evrópu Hvað segirðu við þá sem líkja rökum gegn frumvarpinu við þau sem notuð voru gegn því að afnema bjórbannið? „Að koma með nýja tegund af áfengi eða bjór sem er með minna áfengismagn það sem fyrir er er svo langt frá því að vera það sama og að gera áfengi aðgengilegt í smávöruverslunum.“ Hann segir að frá 1950 hafi frekar verið hert á áfengislöggjöf innan Evrópu en slakað. „Til dæmis í Skotlandi settu stjórnvöld fram aðgerðaáætlun til að sporna við þróuninni, meðal annars að setja lágmarksverð á áfengi, takmarka magnkaup áfengis, hækka áfengiskaupaaldur o.fl. Þá hefur verið bannað að selja áfengi á bensínstöðvum í Litháen og unnið er að lagasetningu um takmarkanir á áfengissölu í öðrum verslunum en matvöruverslunum. Í Eistlandi er unnið að því að takmarka markaðssetningu og sölu áfengis á bensínstöðvum. Hér er um stjórnvaldsaðgerðir að ræða og er vitnað í rannsóknir og bestu þekkingu málinu til stuðnings.“ Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
Björt Ólafsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, og Rafn Magnús Jónsson, verkefnisstjóri hjá embætti Landlæknis, eru ekki á einu máli um hvort eigi að leyfa sölu áfengis í verslunum. Björt vill ekki að ríkið skipti sér af verslunarrekstri, en Rafn segir slík rök lítilvæg í samanburði við lýðheilsusjónarmið. Aukið aðgengi þýði aukna neyslu. Björt, er hlynnt því að áfengisfrumvarpið svokallaða verði gert að lögum. Hún segir að ríkið muni hafa fullt af tækjum og tólum til þess að móta almennilega áfengisstefnu og góða og skynsamlega lýðheilsustefnu. „Til dæmis er ekki hróflað við aldurstakmörkunum í sölu á áfengi, auk þess sem gert er ráð fyrir auknu fé til mála á borð við forvarnir og önnur mál sem miða að því að auka lýðheilsu.“ Björt segir drykkju ungmenna almennt hafa minnkað mikið undanfarin ár. „Þau skref sem stigin hafa verið til aukins frjálsræðis í þessum efnum hafa almennt verið farsæl skref. Það að ríkið sinni ekki sölu á áfengi er annað lítið skref í átt að frjálsræði. Það er skynsamlegt skref.“Varasamar vörur seldar á markaði Björt segist algjörlega mótfallin því að ríkið standi í nokkurs konar verslunarrekstri. „Ég tel að það fari mun betur á því að ríkið skapi skilyrði fyrir verslunarrekstri og setji umgjörð með reglugerð. Fjölmargar varasamar vörur eru þegar seldar á frjálsum markaði en með skilyrðum frá ríkinu og undir eftirliti frá því. Dæmi um slíka vöru er tóbak.“ Hún segist almennt vilja treysta fólki til þess að taka eigin ákvarðanir. „Við eigum að treysta fólki sem mest og stuðla að því að fólk taki ábyrgð á eigin lífi. Og frelsi og lýðheilsa eru ekki nauðsynlega andstæður.“ Aðspurð segir Björt þau sjónarmið sem fram hafa komið um þau áhrif sem aukið aðgengi að áfengi gæti haft á heilbrigði landsmanna alls ekki lítilvæg.Aukin velmegun hefur áhrif „Ég tel bara að lýðheilsumarkmiðum megi vel ná samfara samþykkt þessa frumvarps. Önnur sambærileg skref hafa, eins og reynslan sýnir okkur, ekki farið illa saman við markmið í lýðheilsu. Það er margt sem getur orðið til þess að neysla á áfengi verður meiri, til dæmis aukin velmegun. Vissulega er aðgengi veigamikill þáttur, en staðreyndin er sú að aðgengið er þegar orðið ótrúlega mikið. Sölustöðum áfengis hefur fjölgað gríðarlega og vínveitingastaðir eru úti um allt. Það er hægt að greiða fyrir áfengi með kreditkorti, sem er annar veigamikill þáttur í auknu aðgengi, en oft vanmetinn, að mér finnst.“ Almennt segir Björt að það að frumvarpið verði gert að lögum sé ekki jafn afdrifarík ákvörðun, eða jafn stórt skref, og sumir vilji meina. „Vegna þess að áfengisgjöld verða áfram há, sala vörunnar verður háð ströngum og miklum skilyrðum frá hinu opinbera og áfram þarftu að hafa náð tvítugsaldri til að fá að kaupa vín. Ég hef enga trú á því að allir verði hér pöddufullir þó að þetta skref verði samþykkt og stigið. Við sem erum stuðningsmenn þessa frumvarps erum líka talsmenn lýðheilsu. Við teljum einfaldlega að lýðheilsumarkmiðum sé vel hægt að ná í frjálsu samfélagi, þar sem frjálsa verslun og eðlilegt samkeppnisumhverfi er að finna.“ Rafn segir aukið aðgengi, sem sé óhjákvæmilegt þegar sölustöðum fjölgi, leiða til aukinnar neyslu áfengis. „Aukin neysla leiðir til aukinna skaðlegra áhrifa á einstaklinga sem þess neyta, á aðra í nánasta umhverfi og samfélagið í heild. Það fyrirkomulag sem fyrir hendi er í dag uppfyllir þær leiðbeiningar sem koma m.a. frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni um að takmarka aðgengi að áfengi. Það gefur einnig þau skilaboð til samfélagsins að áfengi sé eins og hver önnur neysluvara sem það er alls ekki,“ útskýrir hann. Hann segir aukna áfengisneyslu hafa áhrif á sjúkdómabyrði, sem eykst í hlutfalli við aukna neyslu. „Frumvarpið er í andstöðu við Stefnu í áfengis- og vímuvörnum til ársins 2020, gerir erfiðara að draga úr heildarneyslu áfengis um 10% eins og lagt er til í áætlunum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar.“Engin venjuleg neysluvara Óhófleg og skaðleg áfengisneysla sé stór áhrifaþáttur á heilsu fólks og hafi mikinn kostnað í för með sér. „Kostnaðurinn vegna neyslu áfengis birtist víða, m.a. í heilbrigðiskerfinu, tryggingakerfinu, samfélaginu, atvinnulífinu svo dæmi séu nefnd. Það má því ljóst vera að áfengi er engin venjuleg neysluvara og ætti því ekki að lúta sömu lögmálum og gilda um hefðbundnar neysluvörur. Breytingin mun hafa mest áhrif á viðkvæma hópa og unglinga. Má í því sambandi nefna áhrif tilslakana sem gerðar voru í Póllandi við inngöngu í ESB. Þá voru gerðar breytingar til aukins aðgengis með þeim afleiðingum að áfengisneysla ungmenna jókst. Það er mikilvægt að skoða reynslu annarra og meta hvort afleiðingarnar séu ásættanlegar. Þetta verður áhrifamikil breyting og það verður erfitt að snúa til baka.” Rafn segir klárt mál að heilbrigðissjónarmið vegi þyngra en sjónarmið verslunar. „Samkvæmt könnunum er meirihluti landsmanna á móti sölu áfengis í verslunum. Þá eru viðskiptavinir ÁTVR ánægðir með þjónustuna. Þessi sjónarmið neytenda eru skýr. Sjónarmið verslunar byggja á öðrum sjónarmiðum.“Hert á löggjöf í Evrópu Hvað segirðu við þá sem líkja rökum gegn frumvarpinu við þau sem notuð voru gegn því að afnema bjórbannið? „Að koma með nýja tegund af áfengi eða bjór sem er með minna áfengismagn það sem fyrir er er svo langt frá því að vera það sama og að gera áfengi aðgengilegt í smávöruverslunum.“ Hann segir að frá 1950 hafi frekar verið hert á áfengislöggjöf innan Evrópu en slakað. „Til dæmis í Skotlandi settu stjórnvöld fram aðgerðaáætlun til að sporna við þróuninni, meðal annars að setja lágmarksverð á áfengi, takmarka magnkaup áfengis, hækka áfengiskaupaaldur o.fl. Þá hefur verið bannað að selja áfengi á bensínstöðvum í Litháen og unnið er að lagasetningu um takmarkanir á áfengissölu í öðrum verslunum en matvöruverslunum. Í Eistlandi er unnið að því að takmarka markaðssetningu og sölu áfengis á bensínstöðvum. Hér er um stjórnvaldsaðgerðir að ræða og er vitnað í rannsóknir og bestu þekkingu málinu til stuðnings.“
Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira