Eftirlitsmyndavélar nú hluti af daglegu lífi Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 21. mars 2016 07:00 Myndavélarnar eru orðnar ódýrari og þar af leiðandi almennari í notkun. vísir/Pjetur Sprenging hefur orðið í sölu eftirlitsmyndavéla og uppsetningum á slíkum kerfum síðustu tvö árin. Viðmælendur Fréttablaðsins eru sammála um að búnaðurinn sé orðinn aðgengilegri og almennari með einfaldari tækni og viðráðanlegra verði fyrir venjulegar fjölskyldur. „Fyrir fáeinum árum þurfti upptökukerfi, leggja kapla og símasamband. Í dag tengirðu myndavél við netið heima hjá þér og stingur í samband,“ segir Halldór Hrafn Jónsson, framkvæmdastjóri sölusviðs Tölvuteks. Hann segir að á tíu árum hafi búnaður í eftirlitsmyndavélum gjörbreyst – sérstaklega með skýbúnaði (e. cloud). Þannig sé hægt að skoða upptökur úr myndavélinni í símanum. Einnig er hægt að stilla myndavélarnar þannig að þær sendi skilaboð ef þær nema hreyfingu Hjörtur Freyr Vigfússon, Servio, öryggisþjónusta, securitas,„Það hefur orðið gríðarleg aukning á notkun þessara tækja. Ég vil ekki tengja það við stóra bróður eða vænisýki heldur er þetta bara viðbót við daglega lífið. Fólk getur fylgst með þegar börnin koma heim, sumir eru með þetta í svefnherbergjum ungbarna í stað barnapíutækja og fyrir öðrum er þetta öryggisatriði. Að mínu mati er þetta neysla, ekki hræðsla,“ segir Halldór. „Þetta getur verið þægilegt þegar unglingarnar hætta að nenna að fara með í sumarbústaðinn,“ segir Hjörtur Freyr Vigfússon, markaðsstjóri Securitas, og tekur undir orð Halldórs um aukna notkun eftirlitsmyndavéla. „Það er mælanleg aukning í sölu myndeftirlits bæði inni á heimilum og í sumarbústöðum á síðustu misserum.“ Hjörtur segir slík kerfi hafa í gegnum tíðina verið mjög dýr en nú sé öldin önnur. „Þar af leiðandi er þetta orðið almennara og ósköp venjulegt fólk fær sér eftirlitsmyndavélar. Þetta er sérlega þægilegt til að fylgjast með sumarbústaðnum, hvort allt sé í lagi en líka bara til að athuga hvernig veðrið sé áður en maður leggur í hann. Maður hefur líka heyrt af foreldrum sem eru rólegri í útlöndum og geta fylgst með unga fólkinu sem er eitt heima – hvort haldin séu teiti og svo framvegis. Þannig að fyrst og fremst snýst þetta um hugarró.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 21. mars. Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
Sprenging hefur orðið í sölu eftirlitsmyndavéla og uppsetningum á slíkum kerfum síðustu tvö árin. Viðmælendur Fréttablaðsins eru sammála um að búnaðurinn sé orðinn aðgengilegri og almennari með einfaldari tækni og viðráðanlegra verði fyrir venjulegar fjölskyldur. „Fyrir fáeinum árum þurfti upptökukerfi, leggja kapla og símasamband. Í dag tengirðu myndavél við netið heima hjá þér og stingur í samband,“ segir Halldór Hrafn Jónsson, framkvæmdastjóri sölusviðs Tölvuteks. Hann segir að á tíu árum hafi búnaður í eftirlitsmyndavélum gjörbreyst – sérstaklega með skýbúnaði (e. cloud). Þannig sé hægt að skoða upptökur úr myndavélinni í símanum. Einnig er hægt að stilla myndavélarnar þannig að þær sendi skilaboð ef þær nema hreyfingu Hjörtur Freyr Vigfússon, Servio, öryggisþjónusta, securitas,„Það hefur orðið gríðarleg aukning á notkun þessara tækja. Ég vil ekki tengja það við stóra bróður eða vænisýki heldur er þetta bara viðbót við daglega lífið. Fólk getur fylgst með þegar börnin koma heim, sumir eru með þetta í svefnherbergjum ungbarna í stað barnapíutækja og fyrir öðrum er þetta öryggisatriði. Að mínu mati er þetta neysla, ekki hræðsla,“ segir Halldór. „Þetta getur verið þægilegt þegar unglingarnar hætta að nenna að fara með í sumarbústaðinn,“ segir Hjörtur Freyr Vigfússon, markaðsstjóri Securitas, og tekur undir orð Halldórs um aukna notkun eftirlitsmyndavéla. „Það er mælanleg aukning í sölu myndeftirlits bæði inni á heimilum og í sumarbústöðum á síðustu misserum.“ Hjörtur segir slík kerfi hafa í gegnum tíðina verið mjög dýr en nú sé öldin önnur. „Þar af leiðandi er þetta orðið almennara og ósköp venjulegt fólk fær sér eftirlitsmyndavélar. Þetta er sérlega þægilegt til að fylgjast með sumarbústaðnum, hvort allt sé í lagi en líka bara til að athuga hvernig veðrið sé áður en maður leggur í hann. Maður hefur líka heyrt af foreldrum sem eru rólegri í útlöndum og geta fylgst með unga fólkinu sem er eitt heima – hvort haldin séu teiti og svo framvegis. Þannig að fyrst og fremst snýst þetta um hugarró.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 21. mars.
Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira