Laun gjaldkera og stjórnenda hækkað mest í bönkunum Ingvar Haraldsson skrifar 21. mars 2016 07:00 Laun starfsmanna fjármálafyrirtækja hafa hækkað um 18 prósent að meðaltali milli kannana. Gjaldkerar, millistjórnendur og stjórnendur eru þeir starfsmenn fjármálafyrirtækja sem mest hafa hækkað í launum síðustu þrjú ár. Þetta kemur fram í nýrri kjarakönnun Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja sem framkvæmd var í febrúar síðastliðnum. Meðalheildarlaun þeirra sem tóku þátt í könnuninni nema 692 þúsund krónum samkvæmt könnuninni og hafa hækkað um 18 prósent frá síðustu könnun samtakanna sem gerð var í febrúar árið 2013. Gjaldkerar hafa hækkað um 27 prósent í launum á þremur árum og eru heildarlaun þeirra að meðaltali 434 þúsund krónur á mánuði en voru 342 þúsund krónur í febrúar 2013. Þá hafa laun millistjórnenda í bankakerfinu hækkað um 26 prósent og eru nú 801 þúsund krónur að meðaltali. Laun stjórnenda bankanna nema að meðaltali 1.226 þúsund krónum á mánuði og hafa hækkað um 21 prósent milli kannanna.Meðallaun sérfræðinga eru 720 þúsund krónur á mánuði og hafa hækkað um 13 prósent á milli kanna. Talsverður launamunur er þó meðal sérfræðinga fjármálafyrirtækja. Þannig eru sérfræðingar sem starfa í eignastýringu með 852 þúsund króna í laun að meðaltali en sérfræðingar í einstaklingsráðgjöf með að meðaltali 524 þúsund krónur í laun á mánuði. Hlutfall starfsmanna fyrirtækjanna sem segjast mjög eða frekar ánægðir með laun sín jókst um 4,9 prósentustig milli kannanna og nam 79,6 prósent í könnuninni. Þá telur SSF áhyggjuefni hve margir starfsmenn séu á fastlaunasamningum. Starfsmenn hafi kvartað undan auknu vinnuálagi í kjölfarið og fjölgun ógreiddra yfirvinnustunda. Í könnuninni töldu 15,5 prósent sig vinna fleiri stundir en þau fá greitt fyrir, en árið 2010 töldu 11,6% svarenda það sama. Alls fá 34,7 prósent svarenda ekki greitt fyrir yfirvinnu miðað við 25,6 prósent árið 2010. Meðalheildarlaun karla voru 822 þúsund krónur á mánuði en kvenna 609 þúsund krónur á mánuði. Líkt og greint var frá í Fréttablaðinu í gær jókst launamunur kynjanna milli kannana þegar búið var að taka tillit til aldurs, menntunar, starfsaldurs og starfsstéttar. Launamunurinn nam 12,9 prósent í könnuninni en var 12,1 prósent í könnuninni árið 2013 og 11,9 prósent árið 2010. Alls svöruðu 2.893 félagsmenn SSF könnunni.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 21. mars. Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira
Gjaldkerar, millistjórnendur og stjórnendur eru þeir starfsmenn fjármálafyrirtækja sem mest hafa hækkað í launum síðustu þrjú ár. Þetta kemur fram í nýrri kjarakönnun Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja sem framkvæmd var í febrúar síðastliðnum. Meðalheildarlaun þeirra sem tóku þátt í könnuninni nema 692 þúsund krónum samkvæmt könnuninni og hafa hækkað um 18 prósent frá síðustu könnun samtakanna sem gerð var í febrúar árið 2013. Gjaldkerar hafa hækkað um 27 prósent í launum á þremur árum og eru heildarlaun þeirra að meðaltali 434 þúsund krónur á mánuði en voru 342 þúsund krónur í febrúar 2013. Þá hafa laun millistjórnenda í bankakerfinu hækkað um 26 prósent og eru nú 801 þúsund krónur að meðaltali. Laun stjórnenda bankanna nema að meðaltali 1.226 þúsund krónum á mánuði og hafa hækkað um 21 prósent milli kannanna.Meðallaun sérfræðinga eru 720 þúsund krónur á mánuði og hafa hækkað um 13 prósent á milli kanna. Talsverður launamunur er þó meðal sérfræðinga fjármálafyrirtækja. Þannig eru sérfræðingar sem starfa í eignastýringu með 852 þúsund króna í laun að meðaltali en sérfræðingar í einstaklingsráðgjöf með að meðaltali 524 þúsund krónur í laun á mánuði. Hlutfall starfsmanna fyrirtækjanna sem segjast mjög eða frekar ánægðir með laun sín jókst um 4,9 prósentustig milli kannanna og nam 79,6 prósent í könnuninni. Þá telur SSF áhyggjuefni hve margir starfsmenn séu á fastlaunasamningum. Starfsmenn hafi kvartað undan auknu vinnuálagi í kjölfarið og fjölgun ógreiddra yfirvinnustunda. Í könnuninni töldu 15,5 prósent sig vinna fleiri stundir en þau fá greitt fyrir, en árið 2010 töldu 11,6% svarenda það sama. Alls fá 34,7 prósent svarenda ekki greitt fyrir yfirvinnu miðað við 25,6 prósent árið 2010. Meðalheildarlaun karla voru 822 þúsund krónur á mánuði en kvenna 609 þúsund krónur á mánuði. Líkt og greint var frá í Fréttablaðinu í gær jókst launamunur kynjanna milli kannana þegar búið var að taka tillit til aldurs, menntunar, starfsaldurs og starfsstéttar. Launamunurinn nam 12,9 prósent í könnuninni en var 12,1 prósent í könnuninni árið 2013 og 11,9 prósent árið 2010. Alls svöruðu 2.893 félagsmenn SSF könnunni.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 21. mars.
Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira