Laun gjaldkera og stjórnenda hækkað mest í bönkunum Ingvar Haraldsson skrifar 21. mars 2016 07:00 Laun starfsmanna fjármálafyrirtækja hafa hækkað um 18 prósent að meðaltali milli kannana. Gjaldkerar, millistjórnendur og stjórnendur eru þeir starfsmenn fjármálafyrirtækja sem mest hafa hækkað í launum síðustu þrjú ár. Þetta kemur fram í nýrri kjarakönnun Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja sem framkvæmd var í febrúar síðastliðnum. Meðalheildarlaun þeirra sem tóku þátt í könnuninni nema 692 þúsund krónum samkvæmt könnuninni og hafa hækkað um 18 prósent frá síðustu könnun samtakanna sem gerð var í febrúar árið 2013. Gjaldkerar hafa hækkað um 27 prósent í launum á þremur árum og eru heildarlaun þeirra að meðaltali 434 þúsund krónur á mánuði en voru 342 þúsund krónur í febrúar 2013. Þá hafa laun millistjórnenda í bankakerfinu hækkað um 26 prósent og eru nú 801 þúsund krónur að meðaltali. Laun stjórnenda bankanna nema að meðaltali 1.226 þúsund krónum á mánuði og hafa hækkað um 21 prósent milli kannanna.Meðallaun sérfræðinga eru 720 þúsund krónur á mánuði og hafa hækkað um 13 prósent á milli kanna. Talsverður launamunur er þó meðal sérfræðinga fjármálafyrirtækja. Þannig eru sérfræðingar sem starfa í eignastýringu með 852 þúsund króna í laun að meðaltali en sérfræðingar í einstaklingsráðgjöf með að meðaltali 524 þúsund krónur í laun á mánuði. Hlutfall starfsmanna fyrirtækjanna sem segjast mjög eða frekar ánægðir með laun sín jókst um 4,9 prósentustig milli kannanna og nam 79,6 prósent í könnuninni. Þá telur SSF áhyggjuefni hve margir starfsmenn séu á fastlaunasamningum. Starfsmenn hafi kvartað undan auknu vinnuálagi í kjölfarið og fjölgun ógreiddra yfirvinnustunda. Í könnuninni töldu 15,5 prósent sig vinna fleiri stundir en þau fá greitt fyrir, en árið 2010 töldu 11,6% svarenda það sama. Alls fá 34,7 prósent svarenda ekki greitt fyrir yfirvinnu miðað við 25,6 prósent árið 2010. Meðalheildarlaun karla voru 822 þúsund krónur á mánuði en kvenna 609 þúsund krónur á mánuði. Líkt og greint var frá í Fréttablaðinu í gær jókst launamunur kynjanna milli kannana þegar búið var að taka tillit til aldurs, menntunar, starfsaldurs og starfsstéttar. Launamunurinn nam 12,9 prósent í könnuninni en var 12,1 prósent í könnuninni árið 2013 og 11,9 prósent árið 2010. Alls svöruðu 2.893 félagsmenn SSF könnunni.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 21. mars. Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Innlent Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Innlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Fleiri fréttir Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Fimmti hver á bráðadeild vegna ölvunarástands Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Sjá meira
Gjaldkerar, millistjórnendur og stjórnendur eru þeir starfsmenn fjármálafyrirtækja sem mest hafa hækkað í launum síðustu þrjú ár. Þetta kemur fram í nýrri kjarakönnun Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja sem framkvæmd var í febrúar síðastliðnum. Meðalheildarlaun þeirra sem tóku þátt í könnuninni nema 692 þúsund krónum samkvæmt könnuninni og hafa hækkað um 18 prósent frá síðustu könnun samtakanna sem gerð var í febrúar árið 2013. Gjaldkerar hafa hækkað um 27 prósent í launum á þremur árum og eru heildarlaun þeirra að meðaltali 434 þúsund krónur á mánuði en voru 342 þúsund krónur í febrúar 2013. Þá hafa laun millistjórnenda í bankakerfinu hækkað um 26 prósent og eru nú 801 þúsund krónur að meðaltali. Laun stjórnenda bankanna nema að meðaltali 1.226 þúsund krónum á mánuði og hafa hækkað um 21 prósent milli kannanna.Meðallaun sérfræðinga eru 720 þúsund krónur á mánuði og hafa hækkað um 13 prósent á milli kanna. Talsverður launamunur er þó meðal sérfræðinga fjármálafyrirtækja. Þannig eru sérfræðingar sem starfa í eignastýringu með 852 þúsund króna í laun að meðaltali en sérfræðingar í einstaklingsráðgjöf með að meðaltali 524 þúsund krónur í laun á mánuði. Hlutfall starfsmanna fyrirtækjanna sem segjast mjög eða frekar ánægðir með laun sín jókst um 4,9 prósentustig milli kannanna og nam 79,6 prósent í könnuninni. Þá telur SSF áhyggjuefni hve margir starfsmenn séu á fastlaunasamningum. Starfsmenn hafi kvartað undan auknu vinnuálagi í kjölfarið og fjölgun ógreiddra yfirvinnustunda. Í könnuninni töldu 15,5 prósent sig vinna fleiri stundir en þau fá greitt fyrir, en árið 2010 töldu 11,6% svarenda það sama. Alls fá 34,7 prósent svarenda ekki greitt fyrir yfirvinnu miðað við 25,6 prósent árið 2010. Meðalheildarlaun karla voru 822 þúsund krónur á mánuði en kvenna 609 þúsund krónur á mánuði. Líkt og greint var frá í Fréttablaðinu í gær jókst launamunur kynjanna milli kannana þegar búið var að taka tillit til aldurs, menntunar, starfsaldurs og starfsstéttar. Launamunurinn nam 12,9 prósent í könnuninni en var 12,1 prósent í könnuninni árið 2013 og 11,9 prósent árið 2010. Alls svöruðu 2.893 félagsmenn SSF könnunni.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 21. mars.
Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Innlent Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Innlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Fleiri fréttir Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Fimmti hver á bráðadeild vegna ölvunarástands Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Sjá meira