Vill að bændur felli nýgerðan samning Sveinn Arnarsson skrifar 21. mars 2016 07:00 Bændur á Vestfjörðum eru æfir vegna afnáms beingreiðslna. vísir/Pjetur Mikil óánægja er með nýjan sauðfjársamning meðal sauðfjárbænda á Vestfjörðum. Telja sauðfjárbændur að með nýjum samningum sé verið að færa fé frá afskekktustu byggðum landsins nær suðvesturhorninu. „Hvet bændur til að fella þessa helvítis vitleysu,“ segir Jóhann Pétur Ágústsson, formaður Félags sauðfjárbænda á Vestfjörðum. Í nýjum sauðfjársamningum er beingreiðslum til bænda hætt en þess í stað greitt á hverja vetrarfóðraða rollu, svokallaðar gripagreiðslur. Um nokkurt skeið hafa sauðfjárbændur sem eiga greiðslumark aðeins þurft að hafa 70 prósent af því sauðfé á vetrarfóðrum sem þeir fá fullar greiðslur fyrir. Bóndi með 100 ærgilda greiðslumark þurfti því aðeins að hafa 70 kindur á vetrarfóðrum til að fá fullar greiðslur frá hinu opinbera. Nú á að afleggja þá reglu. Við það eru bændur á Vestfjörðum afar ósáttir.Þórarinn Ingi Pétursson, formaður landssambands sauðfjárbænda„Við létum Rannsóknarmiðstöð landbúnaðarins skoða hvaða áhrif nýir sauðfjársamningar munu hafa á okkar starfsvæði hér á Vestfjörðum. Samkvæmt þeirri úttekt þá munu þessar breytingar hafa alvarlegar afleiðingar í för með sér. Ég hvet alla sauðfjárbændur til að fella þessa helvítis vitleysu,“ segir Jóhann Pétur. „Ég hef engan sauðfjárbónda hitt á mínu svæði sem ætlar að samþykkja nýgerða samninga.“ Þórarinn Ingi Pétursson, formaður Landssambands sauðfjárbænda, telur hins vegar nýja sauðfjársamninga vera til hagsbóta fyrir sauðfjárbændur og að byggðafesta skipti miklu máli. „Beingreiðslur hverfa á níu árum en í staðinn koma býlisstuðningur, gripagreiðslur og aukin áhersla á gæðastýringu. Mikil áhersla er í samningnum á nýliðun, byggðafestu, sjálfbærni og græn verkefni,“ segir Þórarinn Ingi. Jóhann Pétur segir bændur á afskekktum svæðum ekki geta leitað í önnur störf eins og hægt er nálægt stærri byggðakjörnum. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 21. mars. Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
Mikil óánægja er með nýjan sauðfjársamning meðal sauðfjárbænda á Vestfjörðum. Telja sauðfjárbændur að með nýjum samningum sé verið að færa fé frá afskekktustu byggðum landsins nær suðvesturhorninu. „Hvet bændur til að fella þessa helvítis vitleysu,“ segir Jóhann Pétur Ágústsson, formaður Félags sauðfjárbænda á Vestfjörðum. Í nýjum sauðfjársamningum er beingreiðslum til bænda hætt en þess í stað greitt á hverja vetrarfóðraða rollu, svokallaðar gripagreiðslur. Um nokkurt skeið hafa sauðfjárbændur sem eiga greiðslumark aðeins þurft að hafa 70 prósent af því sauðfé á vetrarfóðrum sem þeir fá fullar greiðslur fyrir. Bóndi með 100 ærgilda greiðslumark þurfti því aðeins að hafa 70 kindur á vetrarfóðrum til að fá fullar greiðslur frá hinu opinbera. Nú á að afleggja þá reglu. Við það eru bændur á Vestfjörðum afar ósáttir.Þórarinn Ingi Pétursson, formaður landssambands sauðfjárbænda„Við létum Rannsóknarmiðstöð landbúnaðarins skoða hvaða áhrif nýir sauðfjársamningar munu hafa á okkar starfsvæði hér á Vestfjörðum. Samkvæmt þeirri úttekt þá munu þessar breytingar hafa alvarlegar afleiðingar í för með sér. Ég hvet alla sauðfjárbændur til að fella þessa helvítis vitleysu,“ segir Jóhann Pétur. „Ég hef engan sauðfjárbónda hitt á mínu svæði sem ætlar að samþykkja nýgerða samninga.“ Þórarinn Ingi Pétursson, formaður Landssambands sauðfjárbænda, telur hins vegar nýja sauðfjársamninga vera til hagsbóta fyrir sauðfjárbændur og að byggðafesta skipti miklu máli. „Beingreiðslur hverfa á níu árum en í staðinn koma býlisstuðningur, gripagreiðslur og aukin áhersla á gæðastýringu. Mikil áhersla er í samningnum á nýliðun, byggðafestu, sjálfbærni og græn verkefni,“ segir Þórarinn Ingi. Jóhann Pétur segir bændur á afskekktum svæðum ekki geta leitað í önnur störf eins og hægt er nálægt stærri byggðakjörnum. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 21. mars.
Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira