Forstjóri SS sakar talsmenn verslunar um blekkingar og áróður Ingvar Haraldsson skrifar 19. mars 2016 07:00 Steinþór Skúlason forstjóri Sláturfélags Suðurlands „Það er þekkt áróðurstækni að síendurtaka ranga hluti og gera þá með þeim hætti að viðurkenndum staðreyndum í huga fólks,“ segir Steinþór Skúlason, forstjóri Sláturfélags Suðurlands, í ársskýrslu félagsins. Steinþór segir fjölda rangfærslna vera uppi í umræðunni um matvælamarkaðinn og nefnir sem dæmi málflutning Félags atvinnurekenda og forsvarsmanna verslunarinnar. „Því er oft ranglega haldið fram að slæmt kerfi haldi aftur af nýsköpun og frelsi bænda og aukinn innflutningur og afnám þessa „vonda“ kerfis bæti hag bænda og neytenda og losi bændur úr einhverjum fjötrum,“ segir hann. Steinþór gengst við því að kjör bænda séu mjög misjöfn, sérstaklega séu kjör sauðfjárbænda almennt ekki góð. „En ég get ekki séð hvernig þau kjör eigi að batna með því að rétta útlendingum stærri hluta af markaðnum,“ segir forstjórinn. „Í kjötframleiðslunni eru allir frjálsir að því að framleiða eins og þeir vilja. Það er ekkert kerfi sem stjórnar framleiðslunni eða heldur aftur af bændum. Fullyrðingar um annað eru vísvitandi blekkingar. Það er til staðar stuðningur og það er innflutningsvernd. Útfærsla á stuðningi getur vissulega verið framleiðsluhvetjandi eða letjandi en ekki er hægt að halda því fram að kerfið sem slíkt komi í veg fyrir nýsköpun eða einkaframtak, “ Hagnaður SS dróst saman um 241 milljón króna milli ára og nam 396 milljónum króna á síðasta ári. Verkföll síðasta vor höfðu talsverð áhrif á rekstur SS á árinu. Steinþór segir grimma samkeppni ríkja á kjötmarkaði. Það muni aukast enn frekar þegar nýr fríverslunarsamningur taki gildi árið 2017 sem auki innflutning kjöts enn frekar. Þá segir Steinþór aðstæður í landinu krefjast mikils stuðning við landbúnað. Þá fari hagsmunir ferðamennsku og landbúnaðar saman. „Það eru mikil dulin verðmæti í innlendum landbúnaði sem gerir landið áhugaverðara og heldur því í byggð. Þjóð án öflugs landbúnaðar er fátæk þjóð,“ segir hann.Greinin/fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 19. mars. Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira
„Það er þekkt áróðurstækni að síendurtaka ranga hluti og gera þá með þeim hætti að viðurkenndum staðreyndum í huga fólks,“ segir Steinþór Skúlason, forstjóri Sláturfélags Suðurlands, í ársskýrslu félagsins. Steinþór segir fjölda rangfærslna vera uppi í umræðunni um matvælamarkaðinn og nefnir sem dæmi málflutning Félags atvinnurekenda og forsvarsmanna verslunarinnar. „Því er oft ranglega haldið fram að slæmt kerfi haldi aftur af nýsköpun og frelsi bænda og aukinn innflutningur og afnám þessa „vonda“ kerfis bæti hag bænda og neytenda og losi bændur úr einhverjum fjötrum,“ segir hann. Steinþór gengst við því að kjör bænda séu mjög misjöfn, sérstaklega séu kjör sauðfjárbænda almennt ekki góð. „En ég get ekki séð hvernig þau kjör eigi að batna með því að rétta útlendingum stærri hluta af markaðnum,“ segir forstjórinn. „Í kjötframleiðslunni eru allir frjálsir að því að framleiða eins og þeir vilja. Það er ekkert kerfi sem stjórnar framleiðslunni eða heldur aftur af bændum. Fullyrðingar um annað eru vísvitandi blekkingar. Það er til staðar stuðningur og það er innflutningsvernd. Útfærsla á stuðningi getur vissulega verið framleiðsluhvetjandi eða letjandi en ekki er hægt að halda því fram að kerfið sem slíkt komi í veg fyrir nýsköpun eða einkaframtak, “ Hagnaður SS dróst saman um 241 milljón króna milli ára og nam 396 milljónum króna á síðasta ári. Verkföll síðasta vor höfðu talsverð áhrif á rekstur SS á árinu. Steinþór segir grimma samkeppni ríkja á kjötmarkaði. Það muni aukast enn frekar þegar nýr fríverslunarsamningur taki gildi árið 2017 sem auki innflutning kjöts enn frekar. Þá segir Steinþór aðstæður í landinu krefjast mikils stuðning við landbúnað. Þá fari hagsmunir ferðamennsku og landbúnaðar saman. „Það eru mikil dulin verðmæti í innlendum landbúnaði sem gerir landið áhugaverðara og heldur því í byggð. Þjóð án öflugs landbúnaðar er fátæk þjóð,“ segir hann.Greinin/fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 19. mars.
Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira