Forstjóri SS sakar talsmenn verslunar um blekkingar og áróður Ingvar Haraldsson skrifar 19. mars 2016 07:00 Steinþór Skúlason forstjóri Sláturfélags Suðurlands „Það er þekkt áróðurstækni að síendurtaka ranga hluti og gera þá með þeim hætti að viðurkenndum staðreyndum í huga fólks,“ segir Steinþór Skúlason, forstjóri Sláturfélags Suðurlands, í ársskýrslu félagsins. Steinþór segir fjölda rangfærslna vera uppi í umræðunni um matvælamarkaðinn og nefnir sem dæmi málflutning Félags atvinnurekenda og forsvarsmanna verslunarinnar. „Því er oft ranglega haldið fram að slæmt kerfi haldi aftur af nýsköpun og frelsi bænda og aukinn innflutningur og afnám þessa „vonda“ kerfis bæti hag bænda og neytenda og losi bændur úr einhverjum fjötrum,“ segir hann. Steinþór gengst við því að kjör bænda séu mjög misjöfn, sérstaklega séu kjör sauðfjárbænda almennt ekki góð. „En ég get ekki séð hvernig þau kjör eigi að batna með því að rétta útlendingum stærri hluta af markaðnum,“ segir forstjórinn. „Í kjötframleiðslunni eru allir frjálsir að því að framleiða eins og þeir vilja. Það er ekkert kerfi sem stjórnar framleiðslunni eða heldur aftur af bændum. Fullyrðingar um annað eru vísvitandi blekkingar. Það er til staðar stuðningur og það er innflutningsvernd. Útfærsla á stuðningi getur vissulega verið framleiðsluhvetjandi eða letjandi en ekki er hægt að halda því fram að kerfið sem slíkt komi í veg fyrir nýsköpun eða einkaframtak, “ Hagnaður SS dróst saman um 241 milljón króna milli ára og nam 396 milljónum króna á síðasta ári. Verkföll síðasta vor höfðu talsverð áhrif á rekstur SS á árinu. Steinþór segir grimma samkeppni ríkja á kjötmarkaði. Það muni aukast enn frekar þegar nýr fríverslunarsamningur taki gildi árið 2017 sem auki innflutning kjöts enn frekar. Þá segir Steinþór aðstæður í landinu krefjast mikils stuðning við landbúnað. Þá fari hagsmunir ferðamennsku og landbúnaðar saman. „Það eru mikil dulin verðmæti í innlendum landbúnaði sem gerir landið áhugaverðara og heldur því í byggð. Þjóð án öflugs landbúnaðar er fátæk þjóð,“ segir hann.Greinin/fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 19. mars. Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
„Það er þekkt áróðurstækni að síendurtaka ranga hluti og gera þá með þeim hætti að viðurkenndum staðreyndum í huga fólks,“ segir Steinþór Skúlason, forstjóri Sláturfélags Suðurlands, í ársskýrslu félagsins. Steinþór segir fjölda rangfærslna vera uppi í umræðunni um matvælamarkaðinn og nefnir sem dæmi málflutning Félags atvinnurekenda og forsvarsmanna verslunarinnar. „Því er oft ranglega haldið fram að slæmt kerfi haldi aftur af nýsköpun og frelsi bænda og aukinn innflutningur og afnám þessa „vonda“ kerfis bæti hag bænda og neytenda og losi bændur úr einhverjum fjötrum,“ segir hann. Steinþór gengst við því að kjör bænda séu mjög misjöfn, sérstaklega séu kjör sauðfjárbænda almennt ekki góð. „En ég get ekki séð hvernig þau kjör eigi að batna með því að rétta útlendingum stærri hluta af markaðnum,“ segir forstjórinn. „Í kjötframleiðslunni eru allir frjálsir að því að framleiða eins og þeir vilja. Það er ekkert kerfi sem stjórnar framleiðslunni eða heldur aftur af bændum. Fullyrðingar um annað eru vísvitandi blekkingar. Það er til staðar stuðningur og það er innflutningsvernd. Útfærsla á stuðningi getur vissulega verið framleiðsluhvetjandi eða letjandi en ekki er hægt að halda því fram að kerfið sem slíkt komi í veg fyrir nýsköpun eða einkaframtak, “ Hagnaður SS dróst saman um 241 milljón króna milli ára og nam 396 milljónum króna á síðasta ári. Verkföll síðasta vor höfðu talsverð áhrif á rekstur SS á árinu. Steinþór segir grimma samkeppni ríkja á kjötmarkaði. Það muni aukast enn frekar þegar nýr fríverslunarsamningur taki gildi árið 2017 sem auki innflutning kjöts enn frekar. Þá segir Steinþór aðstæður í landinu krefjast mikils stuðning við landbúnað. Þá fari hagsmunir ferðamennsku og landbúnaðar saman. „Það eru mikil dulin verðmæti í innlendum landbúnaði sem gerir landið áhugaverðara og heldur því í byggð. Þjóð án öflugs landbúnaðar er fátæk þjóð,“ segir hann.Greinin/fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 19. mars.
Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira