Tilfinningalegt ofbeldi að hindra umgengni föður og barns Una Sighvatsdóttir skrifar 20. mars 2016 20:00 Stöð2 greindi frá því á dögunum að feður séu þolendur í um 85% svo kallaðra tálmunarmála. Guðmundur Steingrímsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, sagðist þá vilja sjá slík mál skilgreind sem ofbeldi í endurskoðuðum barnalögum og undir það tók í kjölfarið þingmaður Sjálfstæðisflokks, Brynjar Níelsson. Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, segir að til séu málefnalegar ástæður fyrir tímabundinni tálmun, en í fæstum tilvikum sé um það að ræða. „Oft er þetta hreint valdatafl sem bitnar á börnunum og það getum við að sjálfsögðu ekki látið líðast. Þá er stutt í að það verði að líta á þetta sem ofbeldi, tilfinningalegt ofbeldi, gagnvart börnum sem þau geta borið mjög mikinn skaða af.“ „En ég vil ítreka að það gildir ekki um öll mál. Þetta er mjög flókin flóra mála sem spannar heilt litróf svo það er erfitt að setja það allt undir sama hatt, þó því sé ekki að leyna að þessi staða veldur verulegum áhyggjum eins og hún er núna.“Afleitt þegar mál dragast á langinn Barnaverndarkerfið hefur almennt ekki aðkomu að umgengnismálum þótt dæmi séu um að barnavernd grípi inn í erfiðustu málin. Sýslumannsembættin hafa það hlutverk að leiða slík mál til lykta og er reynt til hins ítrasta að gera það með sáttameðferð. Komi til tálmunar eru úrræðin hinsvegar af skornum skammti. Dagsektum er sjaldan beitt og þess eru dæmi að mæður meini börnum að umgangast föður sinn árum saman. „Þess vegna held ég að okkar regluverk þurfi að vera með þeim hætti að unnt sé að grípa inn í slík mál með skjótvirkum hætti. Og það höfum við því miður ekki,“ segir Bragi. „Þrátt fyrir góðar úrbætur á lögum síðustu ár þá þarf að stíga stærri skref í þá veru að hraða verulega allri málsmeðferð í þessum málum, því það er afleitt þegar þessi mál dragast á langinn eins og dæmi eru um.“ Tengdar fréttir Feður 85% þolenda í tálmunarmálum Í miklum meirihluta tálmunarmála eru það feður sem fá ekki að umgangast börnin sín. Þingmaður vill að tálmanir verði skilgreindar í lögum sem ofbeldi gegn börnum. 5. mars 2016 21:00 Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira
Stöð2 greindi frá því á dögunum að feður séu þolendur í um 85% svo kallaðra tálmunarmála. Guðmundur Steingrímsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, sagðist þá vilja sjá slík mál skilgreind sem ofbeldi í endurskoðuðum barnalögum og undir það tók í kjölfarið þingmaður Sjálfstæðisflokks, Brynjar Níelsson. Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, segir að til séu málefnalegar ástæður fyrir tímabundinni tálmun, en í fæstum tilvikum sé um það að ræða. „Oft er þetta hreint valdatafl sem bitnar á börnunum og það getum við að sjálfsögðu ekki látið líðast. Þá er stutt í að það verði að líta á þetta sem ofbeldi, tilfinningalegt ofbeldi, gagnvart börnum sem þau geta borið mjög mikinn skaða af.“ „En ég vil ítreka að það gildir ekki um öll mál. Þetta er mjög flókin flóra mála sem spannar heilt litróf svo það er erfitt að setja það allt undir sama hatt, þó því sé ekki að leyna að þessi staða veldur verulegum áhyggjum eins og hún er núna.“Afleitt þegar mál dragast á langinn Barnaverndarkerfið hefur almennt ekki aðkomu að umgengnismálum þótt dæmi séu um að barnavernd grípi inn í erfiðustu málin. Sýslumannsembættin hafa það hlutverk að leiða slík mál til lykta og er reynt til hins ítrasta að gera það með sáttameðferð. Komi til tálmunar eru úrræðin hinsvegar af skornum skammti. Dagsektum er sjaldan beitt og þess eru dæmi að mæður meini börnum að umgangast föður sinn árum saman. „Þess vegna held ég að okkar regluverk þurfi að vera með þeim hætti að unnt sé að grípa inn í slík mál með skjótvirkum hætti. Og það höfum við því miður ekki,“ segir Bragi. „Þrátt fyrir góðar úrbætur á lögum síðustu ár þá þarf að stíga stærri skref í þá veru að hraða verulega allri málsmeðferð í þessum málum, því það er afleitt þegar þessi mál dragast á langinn eins og dæmi eru um.“
Tengdar fréttir Feður 85% þolenda í tálmunarmálum Í miklum meirihluta tálmunarmála eru það feður sem fá ekki að umgangast börnin sín. Þingmaður vill að tálmanir verði skilgreindar í lögum sem ofbeldi gegn börnum. 5. mars 2016 21:00 Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira
Feður 85% þolenda í tálmunarmálum Í miklum meirihluta tálmunarmála eru það feður sem fá ekki að umgangast börnin sín. Þingmaður vill að tálmanir verði skilgreindar í lögum sem ofbeldi gegn börnum. 5. mars 2016 21:00