Fleiri fréttir

Lopapeysan framleidd í Kína

Lopapeysan sem Ragnheiður Elín Árnadóttir afhenti borgarstjóra Chicago, Rahm Emanuel, í gær er framleidd í Kína.

Getur maður orðið háður því að "snúsa?“

Margir kannast eflaust við það að "snúsa“ í morgunsárið og fresta því þannig að fara á fætur en þegar maður "snúsar“ slekkur maður á vekjaraklukkunni í nokkrar mínútur en klukkan hringir svo aftur.

Vilja miðhálendið á heimsminjaskrá

Þingsályktunartillaga um að fela ríkisstjórninni að fela ríkisstjórninni að setja miðhálendi Íslands á yfirlitsskrá yfir þá staði sem ætlunin er að skrá sem heimsminjar UNESCO var lögð fram í dag.

Sigmundur Davíð segir að kona sín sé ekki hrægammur

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, birti rétt í þessu færslu á vefsíðu sinni þar sem hann gerir að umtalsefni fréttaflutning af fjármálum Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, eiginkonu hans, en mikið hefur verið fjallað um aflandsfélag hennar á Bresku Jómfrúareyjunum síðustu daga.

Munur milli kynja eykst í uppsveiflu

Kynbundinn launamunur jókst milli áranna 2013 og 2016 meðal félagsmanna Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja.Þetta er niðurstaða nýrrar kjarakönnunar sem framkvæmd var í febrúar.

Taka mið af ábendingum vegna systranna í Vík

Innanríkisráðuneytið segir að vegna umfjöllunar um dvalar- og atvinnuleyfi vilji það að taka fram að ráðuneytið hafi ekki heimild að lögum til að beita sér í einstökum málum en úrlausn umsókna um slík leyfi séu á forræði annars vegar Útlendingastofnunar og hins vegar Vinnumálastofnunar. Fyrirkomulag dvalar- og atvinnuleyfa fórnarlamba mansals er lögbundið og verður því ekki breytt nema með aðkomu Alþingis.

Malbikað fyrir hundruð milljóna

Kostnaður við malbiksframkvæmdir í Reykjavík í sumar er áætlaður 710 milljónir króna. Alls verður lagt malbik á tæpa 17 kílómetra eða 125 þúsund fermetra. Borgarráð fékk í gær kynningu á fyrir­huguðum malbiksframkvæmdum.

Stuttnefja talin vera á barmi útrýmingar

Fuglavernd og fjölmörg erlend systursamtök skora á grænlensku landsstjórnina að hætta veiðum á stuttnefju þegar í stað. Íslenski stofninn hefur vetursetu við Grænland og er veiddur í stórum stíl. Veiðar enn leyfðar hér við land.

Kallar á vitundarvakningu í læknastétt

Guðmundur Jóhannsson er bráða- og lyflæknir á bráðamóttöku Landspítalans. Hann segir auknar fjárveitingar til heilbrigðiskerfisins duga skammt ef mataræði Íslendinga tekur ekki breytingum. Koma megi í veg fyrir marga króníska lífsstílssjúkdóma sem eru dýrir fyrir samfélagið með breyttu mataræði.

Miklar breytingar á landi eftir gosið

Breytingar á landsvæðinu nærri Holuhrauni eftir eldsumbrotin árið 2015 koma skýrt fram á mælitækjum Landmælinga Íslands. Fyrstu niðurstöður sýna talsverða bjögun á stóru svæði á leiðinni yfir Sprengisand og talsverð áhrif bæði á landshæðar- og landshnitakerfið.

Ljósið hlýtur Samfélagsverðlaunin

Fréttablaðið veitti í gær Samfélagsverðlaun sín í 11. sinn. Hátt í þrjú hundruð tilnefningar bárust frá lesendum. Átakið Á allra vörum hlaut heiðursverðlaun.Áfangaheimilið Draumasetrið hlaut verðlaun í flokknum Hvunndagshetjan.

Fundu skipsskrúfu undir götunni

Verktakar sem vinna við framkvæmdir við Suðurgötuna í Reykjavík ráku upp stór augu þegar þeir fundu sjö tonna skipsskrúfu á þriggja metra dýpi undir götunni.

Bein útsending: Fréttir Stöðvar 2

Höftin verða afnumin síðar á árinu. Þetta tilkynnti Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, á ársfundi Seðlabanka Íslands. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Leggja malbik á 125 þúsund fermetra

Rúnólfur Pálsson, framkvæmdastjóri FÍB, segir göturnar koma illa undan vetri og að tjónum hafi fjölgað mikið. Dæmi séu um slys þar sem fólk reynir að sveigja framhjá holum.

Sjá næstu 50 fréttir