Innlent

Tíundi hver maður með heilaskaða í endurhæfingu

Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar
Lítill hluti þeirra sem þurfa á endurhæfingu að halda komast að.
Lítill hluti þeirra sem þurfa á endurhæfingu að halda komast að. Vísir/Ernir
Fimm hundruð manns fá áverkatengdan heilaskaða á ári hverju. Áttatíu af þeim þurfa á sérhæfðri endurhæfingu að halda en eingöngu tíu komast að á Grensás. Þetta er meðal þess sem kom fram á ráðstefnu Hugarfars, félags fólks með ákominn heilaskaða.

Guðrún Harpa Heimisdóttir, formaður Hugarfars
„Þörfin á umræðu um heilaskaða er mikil og við sjáum það best í því að þessi hópur fólks hefur einfaldlega gleymst í allri stefnumótun og úrræðum,“ segir Guðrún Harpa Heimisdóttir, formaður félagsins, og bendir á að engin stefna sé til í málefnum einstaklinga með ákominn heilaskaða.

Samt sem áður eru heilaáverkar algengasta orsök áunninnar fötlunar ungs fólks á Íslandi. „Það er lítill hluti sem kemst í frumendurhæfingu á Grensás, kannski innan við tíu manns á ári. Margir hins vegar útskrifast beint heim og fá hvorki greiningarmat né endurhæfingu,“ sagði Guðrún Karlsdóttir, yfirlæknir á taugasviði Reykjalundar, í máli sínu á ráðstefnunni.

Greinin/fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 19. mars.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×