Fleiri fréttir

Grímsey komin í var

Ríkisstjórn Íslands samþykkti á fundi sínum í gær margþættar aðgerðir til að bjarga byggð í Grímsey. Byggðalaginu verði gefinn aukinn kvóti frá ríkinu, samgöngur bættar til og frá eynni og endurmetinn verði kostnaður við húshitun í eynni.

Fréttir Stöðvar 2: Ungir Frakkar sem hneigðust að öfgahyggju

Tveir árásarmannanna á föstudag voru franskir ríkisborgarar á þrítugsaldri. Í fréttum Stöðvar 2 í kvöld verður rætt við helsta sérfræðing France 24 stöðvarinnar um mögulegar ástæður þess að þeir réðust á samlanda sína.

Flugkennsla hafin á ný

Flugskóli Íslands hefur hafið flugkennslu á ný eftir flugslysið í síðustu viku þar sem tveir kennarar skólans létust.

Fimm handteknir í Breiðholti fyrir brot á vopnalögum

Fimm aðilar voru handteknir í Breiðholti á ellefta tímanum í gærkvöldi , grunaðir um brot á vopnalögum. Þeir voru allir visaðir í fangageymslum og verða yfirheyrðir í dag vegna frekari rannsókn málsins.

Sanddæluskipið Perla reis úr sæ

Byrjað var að dæla sjó úr sanddæluskipinu Perlu í gær. Um fimmleytið var stórhluti skipsins kominn úr kafi. Verkinu var nánast lokið á níunda tímanum. Skipið var á kafi í höfninni í nákvæmlega hálfan mánuð.

Segir flugfélagið hafa brugðist

Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, segir flugfélag sem hann ferðaðist með hafa brugðist þegar hann ferðaðist innan Schengen með Glock-skammbyssu.

Farsímasala eykst stórum

Söluvelta farsíma jókst um 77,5 prósent í október miðað við sama mánuð í fyrra, að því er Rannsóknarsetur verslunarinnar segir. Þá hefur salan síðustu tólf mánuðii verið 30 prósentum meiri en á tólf mánaða tímabili þar á undan.

Á sakaskrá vegna 0,03 gramma af kannabis

Kolbrún Benediktsdóttir saksóknari veltir vöngum yfir refsingum vegna fíkniefnabrota á málþingi um kannabis. Smávægileg brot eru skráð í sakaskrá í þrjú ár.

Ræða druslustimplun í slúðurblaði skólans

Formaður NFME segir slúðurblað skólans, Pésann, vera barn síns tíma. Nemendur í MH hafa fengið áminningar vegna alvarlegra aðdróttana og eineltis í Fréttapésa skólans. Stúlkur eru ekki síður aðgangsharðar við stúlkur en strákar.

Landsnet lagði Landvernd fyrir dómi

Landvernd þurfti að lúta í lægra haldi fyrir Landsneti hf. í Héraðsdómi Reykjavíkur í gærmorgun. Kröfur Landverndar sneru að því að viðurkennt yrði að áætlun Landsnets um uppbyggingu flutningskerfis raforku yrði úrskurðuð ólögmæt.

Perla komin á flot

Sanddæluskipið Perla, sem legið hefur á botni Reykjavíkurhafnar í um hálfan mánuð, er komið aftur á flot.

Sjá næstu 50 fréttir