Innlent

Styrkur afgreiddur með stuðningi minnihlutans

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Mikið starf er á vegum KFUM í Vatnaskógi.
Mikið starf er á vegum KFUM í Vatnaskógi. Fréttablaðið/HAG
Skógarmenn KFUM fá tvö hundruð þúsund króna styrk til að ljúka byggingu Birkiskála II, æskulýðsmiðstöðvar fyrir börn og ungmenni í Vatnaskógi. Styrkurinn var samþykktur með aðeins tveimur atkvæðum; Theódóru Þorsteinsdóttur, forseta bæjarstjórnar úr Bjartri framtíð, og Birkis Jóns Jónssonar úr Framsóknarflokki, sem tilheyrir minnihlutanum í bæjarstjórn Kópavogs.

Hinir þrír bæjarráðsmennirnir sátu hjá við afgreiðsluna

Í umsögn Páls Magnússonar bæjar­ritara sem lögð var fyrir bæjarráð var mælt með að styrkurinn yrði samþykktur. „Í Vatnaskógi hefur verið unnið gott og uppbyggjandi starf sem ungmenni úr Kópavogi hafa fengið að njóta ásamt öðrum börnum af höfuðborgarsvæðinu,“ segir bæjarritarinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×