Innlent

Flugkennsla hafin á ný

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Frá aðgerðum á slysstað, sunnan Hafnarfjarðar.
Frá aðgerðum á slysstað, sunnan Hafnarfjarðar. Vísir/Ernir
Flugskóli Íslands hefur hafið flugkennslu á nýjan leik eftir flugslysið suður af Hafnarfirði í síðustu viku þar sem tveir flugkennarar skólans létust.

Í kjölfar slyssins var tekin sú ákvörðun að fella niður alla flugkennslu á vegum skólans fram yfir sl. helgi af virðingu við hina látnu og aðstandur þeirra.

Einnig var sú ákvörðun tekin að allar flugvélar skólans skyldu fara í sérstaka skoðun sem framkvæmd yrði af óháðum aðila. Verða þær teknar í notkun ein af annari eftir því sem skoðunum lýkur.

Rannsóknarnefnd samgönguslysa rannsakar nú flugslysið.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×