Innlent

Fréttir Stöðvar 2: Ungir Frakkar sem hneigðust að öfgahyggju

Þorbjörn Þórðarson skrifar
Rætt verður við hinn öfluga fréttaskýranda Wassim Nasr í fréttum Stöðvar 2 kl. 18:30.
Rætt verður við hinn öfluga fréttaskýranda Wassim Nasr í fréttum Stöðvar 2 kl. 18:30.
Tveir árásarmannanna á föstudag voru franskir ríkisborgarar á þrítugsaldri. Í fréttum Stöðvar 2 verður rætt við helsta sérfræðing France 24 stöðvarinnar um mögulegar ástæður þess að þeir réðust á samlanda sína.

Félagsleg einangrun þessara ungu Frakka og sú staðreynd að þeir áttu erfitt uppsráttar í frönsku samfélagi varð til þess að þeir urðu móttækilegri fyrir áróðri og boðskap öfgahópa eins og hryðjuverkasamtakanna ISIS. Það útskýrir hins vegar ekki til fulls hvers vegna ungt fólk hneigist til öfgahyggju og gengur til liðs við herskáa islamista því eins og dæmin sanna hafa hvítir Evrópubúar úr millistétt gengið til liðs við samtök öfgamanna á síðustu árum. Hverjar eru skýringarnar og hvernig má ráðast að rót vandans?

Þorbjörn Þórðarson fréttamaður er í París ásamt Sigurjóni Ólasyni kvikmyndatökumanni. Þorbjörn ræðir um þessi mál við Wassim Nasr, fréttamann og einn helsta sérfræðing France 24 stöðvarinnar, í fréttum Stöðvar 2 kl. 18:30. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×