Fleiri fréttir

Bíða eftir mati á yfirtöku þjónustu við fatlaða

Meirihluti Besta flokksins og Samfylkingar í borgarstjórn ásamt borgarfulltrúa VG vísaði á þriðjudag frá tillögu fulltrúa Sjálfstæðisflokks um að óska eftir viðræðum við ríkið um framtíðarfyrirkomulag heilsugæslunnar í Reykjavík.

Útvista heimilisverkum til hagræðingar

Í grein á vef New York Times er fjallað um hvernig þau Jón Steinsson og Emi Nakamura, sem búa í New York og eru bæði hagfræðingar, hafa keypt þjónustu fyrir heimilisverk. Bæði til að spara tíma og vegna þess að aðrir geta gert verkin hraðar en þau. Vísir ræddi við Jón um þetta fyrirkomulag.

Flöskuháls í vernd fatlaðra gegn nauðung

Allar líkur eru á að fatlaðir séu enn beittir nauðung þrátt fyrir lög sem banna það. Engar undanþágur hafa verið veittar á því ári sem lögin hafa verið í gildi. Sérfræðingar sem fjalla um undanþágubeiðnir sinna starfinu aðeins í sex tíma í mánuði.

Gríðarlegt álag á héraðsdómstólum

Fimm árum eftir hrun er enn mikið álag á héraðsdómstóla landsins sérstaklega Héraðsdóm Reykjavíkur. Ekki er búist við að álagið minnki í bráð. Enn er talin von á mörgum og þungum málum meðal annars frá embætti sérstaks saksóknara. Því er ekki talin forsemda til þess að fækka dómörum frá því sem nú er.

„Mikilvægt að hrósa börnum“

Íþróttasálfræðingur segir mikilvægt að börnum sé hrósað og þeim leiðbeint þegar kemur að þeim íþróttum sem þau stunda. Hann segir mun fleiri börn stunda íþróttir til að hafa gaman en til að vinna.

Vildu skipið ekki aftur í Hafnarfjarðarhöfn

Flutningaskipið Fernanda var dregið að höfn við Grundartanga seinni partinn í dag, en yfirvöld í Hafnarfirði vildu ekki fá skipið aftur inn í Hafnarfjarðarhöfn. Slökkvilið Akraness mun yfirfara skipið í kvöld og lögreglurannsókn hefst strax í fyrramálið.

47 bíða eftir hjúkrunarrými á Landspítalanum á hverjum degi

Að meðaltali hafa 47 sjúklingar beðið á Landspítalanum á hverjum degi eftir að hjúkrunarrými losnaði á höfuðborgarsvæðinu. Þetta kemur fram í svari heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Bjarkar Vilhelmsdóttur, þingmanns Samfylkingarinnar, á Alþingi.

Allsherjarnefnd skoðar upptalningar í lögum vegna mismununar

"Það er umhugsunarefni hvort það eigi að vera upptalningar í lögunum eða hvort almennt eigi það að vera þannig að ekki sé heimilt að mismuna fólki,“ segir Unnur Brá Konráðsdóttir, formaður allsherjarnefndar Alþingis, um þá umræðu sem upp hefur komið vegna breytinga á hegningarlögum.

Gagnrýnir spurningaþátt á RÚV

Ragnheiður Ríkharðsdóttir, formaður þingflokks sjálfstæðismanna, telur það gagnrýnisvert að RÚV ætli að gefa tíu milljónir króna til þeirra sem svara öllum spurningum rétt í þættinum Vertu Viss.

Fórnarlamb Castro í dramatísku viðtali hjá Dr. Phil

Michelle Knight sem Ariel Castro lokkaði inn á heimili sitt þar sem hann hélt henni í ellefu ár segir að ást hennar til sonar síns hafi haldið í henni lífinu. Hún vilji að hann viti að hún sé sigurvegari en ekki bara fórnarlamb.

Allir lausir nema eigandinn

Þrír starfsmenn kampavínsklúbbsins Strawberries eru lausir úr gæsluvarðhaldi, en eigandinn situr enn í gæsluvarðhaldi. Þetta segir Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu.

Fernanda á leið inn Hvalfjörðinn

Á meðfylgjandi mynd sést varðskipið Þór draga skipið Fernanda inn Hvalfjörðinn. Þegar skipið verður komið að bryggju munu lögreglumenn fara um borð og rannsaka vettvang og einnig slökkviliðsmenn.

Mögulegt að Norræna hætti að sigla frá Seyðisfirði

Rekstraraðili Norrænu, Smyril-Line, er að skoða þann möguleika að sigla ferjunni frekar til Fjarðarbyggðar en Seyðisfjarðar eins og nú er. Forsætisráðherra fundaði með bæjarstjóra Seyðisfjarðar í morgun vegna málsins.

Áttu að greiða 160 þúsund fyrir flugmiða innanlands

Jóhanna Regína Aðalbjörnsdóttir ætlaði að kaupa miða fyrr í þessari viku fyrir innanlandsflug frá Þórshöfn til Reykjavíkur og til baka fyrir tvo fullorðna og eitt barn. Miðar þessir kostuðu 157.300 krónur með öllum gjöldum.

Menn ekki jafnir fyrir dómi

Egill Einarsson hefur fengið sitthvora niðurstöðuna í tveimur sambærilegum málum. Jón Steinar Gunnlaugsson segir dómara hafa gleymt meginmarkmiði réttarríkisins og láti áhugamál sín og hugðarefni hafa áhrif á dómsniðurstöðu.

Pakka innfluttu kjúklingakjöti inn í íslenskar umbúðir

Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, segir að íslenskir innflytjendur leiti fyrst og fremst eftir ódýrasta kjötinu en ekki því besta. Innflutt kjúklingakjöt sé pakkað inn í íslenskar umbúðir og selt á sama verði og kjúklingar sem ræktaðir eru hér á landi. Þetta kom fram í máli þingmanns á Alþingi í gær.

Rollu rænt og hestur sprakk

Allt lék á reiðiskjálfi í Stykkishólmi um síðustu helgi; þessum annars fallega og friðsæla bæ: Lögreglubíll ók á hross með þeim afleiðingum að það sprakk, ónefndir menn stálu kind og flytja þurfti barþjón á spítala.

Tillögur hagræðingarhóps kynntar á næstu dögum

Tillögur hagræðingarhóps ríkisstjórnarinnar verða kynntar á næstu dögum samkvæmt upplýsingum frá forsætisráðuneytinu. Hópurinn skilaði tillögum til ríkisstjórnarinnar í byrjun októbermánaðar.

Reynir að hnekkja Guantanamo-dómi

Ástralinn David Hicks, sem varð fyrstur Guantanamo-fanganna til að fá á sig dómsúrskurð, hefur nú áfrýjað dómnum.

Mörg þúsund gjafir í Jól í skókassa

"Síðasti dagurinn á höfuðborgarsvæðinu til þess að skila jólagjöfum fyrir verkefnið Jól í skókassa er á laugardaginn næstkomandi ,“ segir Salvar Geir Guðgeirsson, verkefnastjóri verkefnisins. Það er félagið KFUM sem stendur fyrir söfnuninni.

Legugjöldin eiga að skila 290 milljónum í kassann

Áætlaðar tekjur ríkissjóðs af legugjöldum á sjúkrahúsum landsins, sem fjárlagafrumvarpið gerir ráð fyrir, eru 290 milljónir króna. Þetta kemur fram í svari Kristjáns Þórs Júlíussonar heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Árna Þórs Sigurðssonar þingmanns Vinstri grænna.

Vetrarfærð í flestum landshlutum og varað við hálku

Vetrarfærð er í flestum landshlutum með nokkurri hálku eða hálkublettum. Í tilkynningu frá Vegagerð segir að Hálkublettir séu á Hellisheiði og Þrengslum og nokkuð víða í uppsveitum á Suðurlandi. Snjóþekja er í Mýrdalnum og á Reynisfjalli.

Dýpka Landeyjarssund vegna síldveiða

"Vegna síldveiða er þörf á þessari aðgerð núna,“ segir í tillögu um að dýpka Landeyjasund. Bæjarstjórnin í Stykkishólmi samþykkti tillöguna.

Hráolía lak um allt planið á bensínstöð í austurborginni

Á fjórða tímanum í nótt var tilkynnt um mann sem kom á bensínstöð í Austurborginni. Sá tók sig til og skrúfaði frá krana fyrir hráolíu og hafði sig síðan á brott. Olían lak um allt planið og þurfti að kalla til slökkvilið til þess að aðstoða við að hreinsa planið. Að sögn lögreglu er málið í rannsókn.

Vaknaði við að innbrotsþjófur var í íbúðinni

Um klukkan hálfþrjú í nótt var tilkynnt um innbrot í heimahús í Hafnarfirði. Húsráðandi hafnði vaknað upp við hávaða og kom að manni í íbúðinni. Sá hljóp rakleitt út og upp í bíl sem beið fyrir utan. Bíllinn ók hratt frá vettvangi og er málið í rannsókn en óljóst hvort þjófurinn hafi haft eitthvað upp úr krafsinu.

Ekið á mann á Vespu í Hafnarfirði

Ekið var á ungan mann á vespu í Hafnarfirði um klukkan átta í gærkvöldi. Ungi maðurinn var hjálmlaus, fékk hann högg á höfuðið og var aumur í fæti. Fluttur á Slysadeild í sjúkrabifreið til aðhlynningar. Móður hans var tilkynnt um óhappið og fór hún á Slysadeild til hans að sögn lögreglu.

Hvetja íslenska þingmenn til að hafna vernd fyrir transfólk

ÖSE segir breytingu á hegningarlögum um hatursáróður gegn transfólki ógna tjáningarfrelsi og leggur til að Alþingi hafni breytingunni. Formaður Samtakanna "78 segir transfólk síst mega við minni réttarvernd en aðrir minnihlutahópar.

Lögmaður gagnrýnir Héraðsdóm Reykjavíkur

„Það er staðfest að ákæra verður birt í dag,“ segir Gísli Hall, lögmaður Hannesar Smárasonar. Ákæran snýst um millifærslu tæplega þriggja milljarða króna af reikningum FL Group til Kaupþings í Lúxemborg árið 2005.

Karlar 70 prósent viðmælenda í ljósvakamiðlunum

"Niðurstöðurnar koma ekki á óvart. Þetta hefur þó heldur mjakast því árið 2005 voru átta karlar á móti tveimur konum viðmælendur í fréttum en í dag er hlutfallið sjö karlar á móti þremur konum,“ segir Hulda Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri Félags kvenna í atvinnulífinu

Sjá næstu 50 fréttir