Innlent

Fernanda á leið inn Hvalfjörðinn

Samúel Karl Ólason skrifar
Þór dregur skipið Fernanda inn Hvalfjörðinn.
Þór dregur skipið Fernanda inn Hvalfjörðinn. Myndir/Þórhildur Þorkelsdóttir
Á meðfylgjandi mynd sést varðskipið Þór draga skipið Fernanda inn Hvalfjörðinn. Þegar skipið verður komið að bryggju munu lögreglumenn fara um borð og rannsaka vettvang og einnig slökkviliðsmenn.

Þór hefur undanfarna daga dregið skipið á sjó en eftir að skipið kemur að bryggju er það eiganda skipsins og tryggingarfélagsins að taka ákvörðun um framhaldið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×