Innlent

Ekið á mann á Vespu í Hafnarfirði

Ekið var á ungan mann á vespu í Hafnarfirði um klukkan átta í gærkvöldi.  Ungi maðurinn var hjálmlaus,  fékk hann  högg á höfuðið og var aumur í fæti.  Fluttur á Slysadeild í sjúkrabifreið til aðhlynningar.  Móður hans var tilkynnt um óhappið og  fór hún á Slysadeild til hans að sögn lögreglu.

Á tíunda tímanum í gærkvöldi stöðvaði lögreglan bifreið í Vogahverfi sem ók á 116 km/klst. en leyfður hámarkshraði í götunni er 50 km / klst. Ökumaðurinn var sviptur ökuréttindum á staðnum til bráðabirgða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×