Útvista heimilisverkum til hagræðingar Samúel Karl Ólason skrifar 7. nóvember 2013 06:45 Í greininni er einnig nefnt að þau Jón og Emi hafi greitt smiði fyrir að setja saman IKEA húsgögn. Í grein á vef New York Times er fjallað um hvernig þau Jón Steinsson og Emi Nakamura, sem búa í New York og eru bæði hagfræðingar, hafa útvistað heimilsverkum. Bæði til að spara tíma og vegna þess að aðrir geta gert verkin hraðar en þau. Jón og Emi byrjuðu á að ráða manneskju til að sinna heimilisverkum meðan þau voru bæði í námi og ekki með mikið á milli handanna. Þó hafa þau keypt frekari þjónustu eftir að tekjur þeirra jukust. „Við vinnum bæði langa daga og erum að reyna að ná árangri í því starfi sem við erum í. Því vildum við reyna að létta á okkur með hluti sem okkur finnst kannski minna skemmtilegir,“ segir Jón í samtali við Vísi. „Þetta byrjaði þegar við vorum bæði stúdentar og töldum að það myndi auka líkur á að við myndum gera eitthvað merkilegt í vísindunum ef við gætum einbeitt okkur að náminu. Því réðum við húshjálp og síðan eftir því sem starfsferillinn lengist er meira og meira sem maður tekur sér fyrir hendur í starfi. Þetta hefur líka mikið að gera með tekjurnar og við gerum meira af þessu eftir að þær hækkuðu.“ Á síðasta ári réðu þau kokk sem eldar fyrir þau fimm sinnum í viku. „Það eru margir bæði í Reykjavík og New York sem elda lítið og kaupa í staðinn pitsur og skyndibita. Okkur fannst þó matur sem maður kaupir á veitingastöðum auk skyndibitans vera ekkert sérstaklega hollur valkostur. Okkur leist ekki á að vera að kaupa mat alla daga sem væri löðrandi í fitu. Við reyndum að finna hollan mat sem hægt væri að kaupa, en það er ekki auðvelt. Að finna ungan kokk sem að var tilbúinn til að búa til hollan mat fyrir okkur og koma með heim var mikið betri lausn. Þetta kemur út mjög svipað og að kaupa skyndibita alla daga, eins og margir gera án þess að depla auga. Þetta er miklu hollara og við erum í góðu sambandi við kokkinn. Þetta virkar rosalega vel.“ „Við vorum ekki með kokkinn meðan við vorum í námi, en vorum með manneskju sem þreif og þvoði þvottinn fyrir okkur. Eftir að við eignuðumst barnið ákváðum við að eitthvað þurfti að gefa eftir. Það var eldamennskan sem gerði það, en það er svolítil eftirsjá í því, okkur fannst alltaf gaman að elda. Maður verður að velja og hafna í lífinu,“ segir Jón. Jón og Emi fengu manneskju í vinnu við að fara í gegnum gamlar fjölskyldumyndir og velja þær góðu úr og aðra til að hlaða geisladiskum inn á tölvu. „Það gekk ágætlega með fjölskyldumyndirnar þó það hafi verið erfitt, en ég byrjaði sjálfur að setja geisladiskana inn á tölvuna og sá að það myndi taka mig langan tíma. Konan mín fann fyrirtæki á netinu sem sér um þetta og þeir sendu okkar diskarakka sem við sendum til baka. Síðan fengum við diskana til baka og harðan disk með öllum lögunum.“ Í greininni er einnig nefnt að þau Jón og Emi hafi greitt smiði fyrir að setja saman IKEA húsgögn. Þegar blaðamaður sagði Jóni frá fimm klukkustunda vandræðum sínum með smávaxið náttborð frá fyrirtækinu sagði Jón: „Þú hefðir getað ráðið smið sem gæti gert þetta á 15 mínútum. Þegar við fluttum til New York keyptum við rosalega mikið af húsgögnum í IKEA. Svo vorum við heilt kvöld að reyna að setja saman eitt skrifborð. Fyrst setti ég hvert einasta stykki vitlaust saman svo ég þurfti að taka í sundur og setja aftur saman. Eftir fimm tíma hugsaði ég að þetta tæki alla vikuna. Þannig að við fundum smið á netinu sem kom og setti allt saman á þremur tímum. Ef ég hefði gert þetta hefði ég eyðilagt eitthvað. Það er fólk sem er miklu betra að byggja og setja saman hluti og það er um að gera að nýta sér þjónustu þeirra.“ „Það sem er kannski óvenjulegt við okkur er að við vorum að gera þetta á meðan við vorum með litlar tekjur og á námslánum. Eftir að við eignuðumst okkar fyrsta barn vill maður geta eytt meiri tíma heima með barninu. Það er leiðinlegt að maður sé að eyða tíma í eitthvað sem er ekki skemmtilegt og það komi niður á tímanum sem maður getur eytt með barninu sínu. Ef það er einhver tilbúinn að skúra til dæmis gólfin fyrir mann borgar það sig. Þannig höfum við hugsað þetta.“ „Þegar ég segi frá þessu hljómar þetta voðalega skringilega en þegar ég útskýri þetta eins og með skyndibitana lítur þetta öðruvísi út. Það er svo margt ungt fólk sem kaupir skyndibita á hverjum einasta degi. Ég held að þetta sé hugarfarsspurning," segir Jón að endingu. Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Fleiri fréttir 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Sjá meira
Í grein á vef New York Times er fjallað um hvernig þau Jón Steinsson og Emi Nakamura, sem búa í New York og eru bæði hagfræðingar, hafa útvistað heimilsverkum. Bæði til að spara tíma og vegna þess að aðrir geta gert verkin hraðar en þau. Jón og Emi byrjuðu á að ráða manneskju til að sinna heimilisverkum meðan þau voru bæði í námi og ekki með mikið á milli handanna. Þó hafa þau keypt frekari þjónustu eftir að tekjur þeirra jukust. „Við vinnum bæði langa daga og erum að reyna að ná árangri í því starfi sem við erum í. Því vildum við reyna að létta á okkur með hluti sem okkur finnst kannski minna skemmtilegir,“ segir Jón í samtali við Vísi. „Þetta byrjaði þegar við vorum bæði stúdentar og töldum að það myndi auka líkur á að við myndum gera eitthvað merkilegt í vísindunum ef við gætum einbeitt okkur að náminu. Því réðum við húshjálp og síðan eftir því sem starfsferillinn lengist er meira og meira sem maður tekur sér fyrir hendur í starfi. Þetta hefur líka mikið að gera með tekjurnar og við gerum meira af þessu eftir að þær hækkuðu.“ Á síðasta ári réðu þau kokk sem eldar fyrir þau fimm sinnum í viku. „Það eru margir bæði í Reykjavík og New York sem elda lítið og kaupa í staðinn pitsur og skyndibita. Okkur fannst þó matur sem maður kaupir á veitingastöðum auk skyndibitans vera ekkert sérstaklega hollur valkostur. Okkur leist ekki á að vera að kaupa mat alla daga sem væri löðrandi í fitu. Við reyndum að finna hollan mat sem hægt væri að kaupa, en það er ekki auðvelt. Að finna ungan kokk sem að var tilbúinn til að búa til hollan mat fyrir okkur og koma með heim var mikið betri lausn. Þetta kemur út mjög svipað og að kaupa skyndibita alla daga, eins og margir gera án þess að depla auga. Þetta er miklu hollara og við erum í góðu sambandi við kokkinn. Þetta virkar rosalega vel.“ „Við vorum ekki með kokkinn meðan við vorum í námi, en vorum með manneskju sem þreif og þvoði þvottinn fyrir okkur. Eftir að við eignuðumst barnið ákváðum við að eitthvað þurfti að gefa eftir. Það var eldamennskan sem gerði það, en það er svolítil eftirsjá í því, okkur fannst alltaf gaman að elda. Maður verður að velja og hafna í lífinu,“ segir Jón. Jón og Emi fengu manneskju í vinnu við að fara í gegnum gamlar fjölskyldumyndir og velja þær góðu úr og aðra til að hlaða geisladiskum inn á tölvu. „Það gekk ágætlega með fjölskyldumyndirnar þó það hafi verið erfitt, en ég byrjaði sjálfur að setja geisladiskana inn á tölvuna og sá að það myndi taka mig langan tíma. Konan mín fann fyrirtæki á netinu sem sér um þetta og þeir sendu okkar diskarakka sem við sendum til baka. Síðan fengum við diskana til baka og harðan disk með öllum lögunum.“ Í greininni er einnig nefnt að þau Jón og Emi hafi greitt smiði fyrir að setja saman IKEA húsgögn. Þegar blaðamaður sagði Jóni frá fimm klukkustunda vandræðum sínum með smávaxið náttborð frá fyrirtækinu sagði Jón: „Þú hefðir getað ráðið smið sem gæti gert þetta á 15 mínútum. Þegar við fluttum til New York keyptum við rosalega mikið af húsgögnum í IKEA. Svo vorum við heilt kvöld að reyna að setja saman eitt skrifborð. Fyrst setti ég hvert einasta stykki vitlaust saman svo ég þurfti að taka í sundur og setja aftur saman. Eftir fimm tíma hugsaði ég að þetta tæki alla vikuna. Þannig að við fundum smið á netinu sem kom og setti allt saman á þremur tímum. Ef ég hefði gert þetta hefði ég eyðilagt eitthvað. Það er fólk sem er miklu betra að byggja og setja saman hluti og það er um að gera að nýta sér þjónustu þeirra.“ „Það sem er kannski óvenjulegt við okkur er að við vorum að gera þetta á meðan við vorum með litlar tekjur og á námslánum. Eftir að við eignuðumst okkar fyrsta barn vill maður geta eytt meiri tíma heima með barninu. Það er leiðinlegt að maður sé að eyða tíma í eitthvað sem er ekki skemmtilegt og það komi niður á tímanum sem maður getur eytt með barninu sínu. Ef það er einhver tilbúinn að skúra til dæmis gólfin fyrir mann borgar það sig. Þannig höfum við hugsað þetta.“ „Þegar ég segi frá þessu hljómar þetta voðalega skringilega en þegar ég útskýri þetta eins og með skyndibitana lítur þetta öðruvísi út. Það er svo margt ungt fólk sem kaupir skyndibita á hverjum einasta degi. Ég held að þetta sé hugarfarsspurning," segir Jón að endingu.
Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Fleiri fréttir 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Sjá meira