Innlent

Vaknaði við að innbrotsþjófur var í íbúðinni

Um klukkan hálfþrjú í nótt var tilkynnt um innbrot í heimahús í Hafnarfirði.  Húsráðandi hafnði vaknað upp við hávaða og kom að manni í íbúðinni. Sá hljóp rakleitt út og upp í bíl sem beið fyrir utan. Bíllinn ók hratt frá vettvangi og er málið í rannsókn en óljóst hvort þjófurinn hafi haft eitthvað upp úr krafsinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×