Innlent

Ökumaður í mestu makindum við að reykja hass

Gissur Sigurðsson skrifar
Fóru hassreykingarnar ekki á milli mála þegar lögreglumenn opnuðu bílinn
Fóru hassreykingarnar ekki á milli mála þegar lögreglumenn opnuðu bílinn
Ölvaður ökumaður missti stjórn á bíl sínum klukkan rúmlega eitt í nótt og ók á götuvita við Hafnarfjarðarveg. Engan sakaði en ökumaður var vistaður í fangageymslum.

Annar var tekinn úr umferð skömmu síðar þar sem hann sat í makindum í bíl sínum á bílastæði í Laugadalnum og reykti hass. Fór það ekki á  milli mála þegar lögreglumenn opnuðu bílinn auk þess sem hann framvísaði fíkniefnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×