Flöskuháls í vernd fatlaðra gegn nauðung 7. nóvember 2013 06:00 Fatlað fólk er beitt ýmiskonar nauðung, og af ýmsum ástæðum. Í sumum tilvikum er eigum haldið frá einstaklingum, hluti íbúða þeirra lokaður af eða þeir færðir milli staða gegn eigin vilja. Fréttablaðið/Anton Ekkert mál hefur borist nefnd sem ætlað er að úrskurða um hvort beita megi fatlað fólk nauðung á því ári sem liðið er frá því henni var komið á laggirnar. Ástæðan er fjárskortur sérfræðinga sem fjalla um málin. Um 80 mál eru í vinnslu hjá hópi sérfræðinga sem undirbýr mál sem berast til nefndarinnar, skoðar tillögur og kemur með ábendingar um mögulegar leiðir aðrar en valdbeitingu, segir Felix Högnason, formaður hópsins. Sérfræðingarnir sinna verkinu í hlutastarfi, og fá aðeins laun í sex klukkustundir í mánuði til að vinna að málunum. Það er allt of lítill tími til að þoka þessum mikla fjölda mála áfram, segir Felix. Lögum um réttindagæslu fyrir fatlað fólk var breytt um mitt síðasta ár með það að markmiði að draga úr nauðung í þjónustu við fatlað fólk, til dæmis á sambýlum, í dagvistun og skammtímavistun. Undir nauðung fellur til dæmis að loka hluta íbúðar fyrir íbúa hennar, geyma mat eða aðrar eigur í læstum hirslum, skammta peninga, halda manneskju eða flytja hana nauðuga milli staða. Eftir lagabreytinguna er starfsmönnum sambýla, þroskaþjálfum og öðrum sem vinna með fólki með fötlun gert að sækja um undanþágu telji þeir nauðsynlegt að beita manneskju með fötlun einhverskonar nauðung. Þar sem engin undanþága hefur verið veitt frá þeirri meginreglu að ekki skuli beita fólk með fötlun nauðung eru allar líkur á því að starfsmenn sem telja sig þurfa að beita nauðung geri það áfram þrátt fyrir að lögin banni það, segir Felix. „Það er auðvitað óheppilegt og óeðlilegt að það sé niðurstaðan,“ segir Felix. Hann segir þó engan afslátt gefinn af faglegum kröfum sem gerðar eru til sérfræðingahópsins. Betra sé að taka lengri tíma til að afgreiða mál en að slaka á kröfum um faglega meðferð. Á því ári sem liðið er frá því sérfræðihópurinn var skipaður hafa um 80 mál borist, en í greinargerð með lögunum segir að búast megi við um 200 málum fyrsta árið. Felix reiknar með að mun fleiri umsóknir séu væntanlegar og mikilvægt að auka verulega við starfsemi sérfræðihópsins til að losa um flöskuhálsinn.Freyja HaraldsdóttirMikil nauðung í þjónustu við fatlað fólk „Það er almennt mikil nauðung og mikil þvingun í þjónustu við fatlað fólk,“ segir Freyja Haraldsdóttir hjá NPA-miðstöðinni. Hún segir að leggja eigi aukna áherslu á að skoða hvers vegna þurfi að beita nauðung. „Það eru mörg dæmi um fólk sem hefur fengið viðeigandi aðstoð og í kjölfarið hefur dregið úr því að það missi stjórn á hegðun sinni og þar með því að það sé beitt nauðung,“ segir Freyja. Hún segir augljóst að það hafi áhrif á hegðun fólks sem eigi erfitt með að tjá sig hversu litlu það ráði um eigin aðstæður, til dæmis búsetu og starfsfólk sem aðstoði það. Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Innlent Fleiri fréttir Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Sjá meira
Ekkert mál hefur borist nefnd sem ætlað er að úrskurða um hvort beita megi fatlað fólk nauðung á því ári sem liðið er frá því henni var komið á laggirnar. Ástæðan er fjárskortur sérfræðinga sem fjalla um málin. Um 80 mál eru í vinnslu hjá hópi sérfræðinga sem undirbýr mál sem berast til nefndarinnar, skoðar tillögur og kemur með ábendingar um mögulegar leiðir aðrar en valdbeitingu, segir Felix Högnason, formaður hópsins. Sérfræðingarnir sinna verkinu í hlutastarfi, og fá aðeins laun í sex klukkustundir í mánuði til að vinna að málunum. Það er allt of lítill tími til að þoka þessum mikla fjölda mála áfram, segir Felix. Lögum um réttindagæslu fyrir fatlað fólk var breytt um mitt síðasta ár með það að markmiði að draga úr nauðung í þjónustu við fatlað fólk, til dæmis á sambýlum, í dagvistun og skammtímavistun. Undir nauðung fellur til dæmis að loka hluta íbúðar fyrir íbúa hennar, geyma mat eða aðrar eigur í læstum hirslum, skammta peninga, halda manneskju eða flytja hana nauðuga milli staða. Eftir lagabreytinguna er starfsmönnum sambýla, þroskaþjálfum og öðrum sem vinna með fólki með fötlun gert að sækja um undanþágu telji þeir nauðsynlegt að beita manneskju með fötlun einhverskonar nauðung. Þar sem engin undanþága hefur verið veitt frá þeirri meginreglu að ekki skuli beita fólk með fötlun nauðung eru allar líkur á því að starfsmenn sem telja sig þurfa að beita nauðung geri það áfram þrátt fyrir að lögin banni það, segir Felix. „Það er auðvitað óheppilegt og óeðlilegt að það sé niðurstaðan,“ segir Felix. Hann segir þó engan afslátt gefinn af faglegum kröfum sem gerðar eru til sérfræðingahópsins. Betra sé að taka lengri tíma til að afgreiða mál en að slaka á kröfum um faglega meðferð. Á því ári sem liðið er frá því sérfræðihópurinn var skipaður hafa um 80 mál borist, en í greinargerð með lögunum segir að búast megi við um 200 málum fyrsta árið. Felix reiknar með að mun fleiri umsóknir séu væntanlegar og mikilvægt að auka verulega við starfsemi sérfræðihópsins til að losa um flöskuhálsinn.Freyja HaraldsdóttirMikil nauðung í þjónustu við fatlað fólk „Það er almennt mikil nauðung og mikil þvingun í þjónustu við fatlað fólk,“ segir Freyja Haraldsdóttir hjá NPA-miðstöðinni. Hún segir að leggja eigi aukna áherslu á að skoða hvers vegna þurfi að beita nauðung. „Það eru mörg dæmi um fólk sem hefur fengið viðeigandi aðstoð og í kjölfarið hefur dregið úr því að það missi stjórn á hegðun sinni og þar með því að það sé beitt nauðung,“ segir Freyja. Hún segir augljóst að það hafi áhrif á hegðun fólks sem eigi erfitt með að tjá sig hversu litlu það ráði um eigin aðstæður, til dæmis búsetu og starfsfólk sem aðstoði það.
Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Innlent Fleiri fréttir Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Sjá meira