Innlent

Kiel með grænlenskan togara í togi

Gissur Sigurðsson skrifar
Vél bilaði í grænlenskum togara og er Kiel með hann í togi.
Vél bilaði í grænlenskum togara og er Kiel með hann í togi.
Samherjatogarinn Kiel, sem skráður er í Þýskalandi, er nú á leið til Reykjavíkur með lítinn grænlenskan togara í togi, eftir að vélin bilaði í honum þegar hann var staddur djúpt suðvestur af Reykjanesi í gærmorgun.

Kíel var næstur togaranum þegar skipstjórinn óskaði eftir aðstoð, en vonskuveður var á svæðinu. Heimferðin gekk því hægt í fyrstu en nú er veður að skána. Fimm skipverjar eru í grænlenska togaranum og amar ekkert að þeim þar sem ljósavélin er í  gangi og sér þeim fyrir ljósi og hita.

Skipin eru væntanleg til Reykjavíkur í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×