Innlent

Legugjöldin eiga að skila 290 milljónum í kassann

Áætlaðar tekjur ríkissjóðs af legugjöldum á sjúkrahúsum landsins, sem fjárlagafrumvarpið gerir ráð fyrir, eru 290 milljónir króna. Þetta kemur fram í svari Kristjáns Þórs Júlíussonar heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Árna Þórs Sigurðssonar þingmanns Vinstri grænna.

Langstærstur hluti teknanna, eða rétt tæpar 200 milljónir koma frá Landspítalanum en áformað er að innheimta 1200 króna gjald fyrir hvern legudag. Í svarinu kemur einnig fram að í fyrra hafi meðallengd legu á sjúkrahúsi verið átta eða níu dagar en það þýðir reikning upp á 10 til 11 þúsund krónur að jafnaði.

Þá gerir ráðuneytið ráð fyrir að fjöldi greiðenda á hverju ári geti verið á bilinu 27 til 30 þúsund manns.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×