Tugmilljóna tjón hjá GK Reykjavík Jón Júlíus Karlsson skrifar 6. nóvember 2013 19:22 Tugmilljóna tjón segja eigendur GK Reykjavík sem hafa þurft að loka verslun sinni á Laugarvegi vegna rykskemmda. Verslunin hefur verið lokuð í tvær vikur og rekstartjón mikið. Það er grálegt um að litast í tískuvöruversluninni GK Reykjavík á Laugarvegi 66. Eigendur húsnæðisins standa í miklum framkvæmdum því breyta á húsnæðinu í hótel. Í miðjum framkvæmdum varð til gat inn á lager verslunarinnar með þeim afleiðinugm að mikið magn af iðnaðarryki fann leið sína inn í verslunina. GK Reykjavík stendur eftir óstarfhæf. Lager verslunarinnar liggur undir miklum skemmdum og hleypur tjónið á tugum milljóna. „Það að hafa haft lokað hérna í tvær vikur er auðvitað gífurlegt áfall og við höfum reynt eftir fremsta megni að finna bráðgabirðahúsnæði til að geta komið rekstrinum aftur í gang. Núna er jólatörnin að hefjast og næstu tveir mánuðir gífurlega mikilvægir,“ segir Ása Ninna Pétursdóttir sem rekur verslunina ásamt Guðmundi Hallgrímssyni.Brot á leigusamningi Guðmundur og Ása Ninna eru ósátt við eigendur Laugavegar 66 og segja að bola eigi þeim út úr húsnæðinu með öllum tiltækum ráðum. „Við erum með löggildan leigusamning í þessu rými hér og á hæðinni fyrir ofan þar sem við erum með skrifstofu til ársins 2016. Þetta er gífurlegt brot á okkar rétti,“ segir Ása Ninna. Eins og meðfylgjandi myndir bera með sér þá er um miklar skemmdir á fatnaði að ræða vegna ryks. Guðmundur og Ása Ninna hafa ákveðið að leita réttar síns. „Það hófust framkvæmdir hér á fullu án byggingarleyfis sem þýddi það að gerð var krafa fyrir hönd leigutaka um stöðvun á framkvæmdum,“ segir Jónas Örn Jónasson, lögmaður eigenda GK Reykjavíkur. Eigendur GK Reykjavíkur ætla ekki að leggja árar í bát og stefna að opnun nýrrar verslunar til bráðabirgða í Bankastæti 11 um næstu helgi. „Við ætlum að reyna að gera gott úr þessu og við viljum halda þessari verslun áfram. Ég ætla að vera bjartsýn og vonast til að þetta mál leysist,“ segir Ása Ninna að lokum. Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Fleiri fréttir Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Sjá meira
Tugmilljóna tjón segja eigendur GK Reykjavík sem hafa þurft að loka verslun sinni á Laugarvegi vegna rykskemmda. Verslunin hefur verið lokuð í tvær vikur og rekstartjón mikið. Það er grálegt um að litast í tískuvöruversluninni GK Reykjavík á Laugarvegi 66. Eigendur húsnæðisins standa í miklum framkvæmdum því breyta á húsnæðinu í hótel. Í miðjum framkvæmdum varð til gat inn á lager verslunarinnar með þeim afleiðinugm að mikið magn af iðnaðarryki fann leið sína inn í verslunina. GK Reykjavík stendur eftir óstarfhæf. Lager verslunarinnar liggur undir miklum skemmdum og hleypur tjónið á tugum milljóna. „Það að hafa haft lokað hérna í tvær vikur er auðvitað gífurlegt áfall og við höfum reynt eftir fremsta megni að finna bráðgabirðahúsnæði til að geta komið rekstrinum aftur í gang. Núna er jólatörnin að hefjast og næstu tveir mánuðir gífurlega mikilvægir,“ segir Ása Ninna Pétursdóttir sem rekur verslunina ásamt Guðmundi Hallgrímssyni.Brot á leigusamningi Guðmundur og Ása Ninna eru ósátt við eigendur Laugavegar 66 og segja að bola eigi þeim út úr húsnæðinu með öllum tiltækum ráðum. „Við erum með löggildan leigusamning í þessu rými hér og á hæðinni fyrir ofan þar sem við erum með skrifstofu til ársins 2016. Þetta er gífurlegt brot á okkar rétti,“ segir Ása Ninna. Eins og meðfylgjandi myndir bera með sér þá er um miklar skemmdir á fatnaði að ræða vegna ryks. Guðmundur og Ása Ninna hafa ákveðið að leita réttar síns. „Það hófust framkvæmdir hér á fullu án byggingarleyfis sem þýddi það að gerð var krafa fyrir hönd leigutaka um stöðvun á framkvæmdum,“ segir Jónas Örn Jónasson, lögmaður eigenda GK Reykjavíkur. Eigendur GK Reykjavíkur ætla ekki að leggja árar í bát og stefna að opnun nýrrar verslunar til bráðabirgða í Bankastæti 11 um næstu helgi. „Við ætlum að reyna að gera gott úr þessu og við viljum halda þessari verslun áfram. Ég ætla að vera bjartsýn og vonast til að þetta mál leysist,“ segir Ása Ninna að lokum.
Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Fleiri fréttir Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Sjá meira