Innlent

Tillögur hagræðingarhóps kynntar á næstu dögum

Höskuldur Kári Schram skrifar
Ásmundur Einar Daðason, formaður hagræðingarhópsins og Vigdís Hauksdóttir.
Ásmundur Einar Daðason, formaður hagræðingarhópsins og Vigdís Hauksdóttir.
Tillögur hagræðingarhóps ríkisstjórnarinnar verða kynntar á næstu dögum samkvæmt upplýsingum frá forsætisráðuneytinu. Hópurinn skilaði tillögum til ríkisstjórnarinnar í byrjun októbermánaðar

Hagræðingarhópurinn var skipaður í sumar og var gert að koma með tillögur að aðgerðum til auka hagræðingu og skilvirkni í rekstri ríkisstofnana. Fjórir þingmenn eiga sæti í hópnum. Vigdís Hauksdóttir, Guðlaugur Þór Þórðarson, Unnur Brá Konráðsdóttir og Ásmundur Einar Daðason sem einnig er formaður hópsins.

Almenningi gafst kostur á að senda ábendingar til hópsins.  Alls bárust 570 ábendingar en þær verða ekki birtar opinberlega.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×