Innlent

Innbrot og fíkniefnaakstur á Suðurnesjum

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Lögregla handtók tvo ökumenn um helgina vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna.
Lögregla handtók tvo ökumenn um helgina vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna.
Þrjú innbrot voru tilkynnt til lögreglunnar á Suðurnesjum um helgina. Í einu tilvikanna höfðu húsráðendur brugðið sér frá að kvöldi til. Þegar þeir komu aftur var búið að brjótast inn og stela einni borðtölvu, þremur fartölvum og lyfjum.

Í öðru innbroti var sjónvarpi stolið. Í þriðja innbrotinu var tölvu og rafmagnsbúnaði að verðmæti nær 200 þúsundum króna stolið. Að auki var farið inn um glugga í tveimur auðum húsum, sem eru í eigu Íbúðalánasjóðs.

Þá handtók lögregla tvo ökumenn um helgina vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna. Sýnatökur staðfestu að annar þeirra hafði neytt kannabisefna og hinn amfetamíns og metamfetamíns.

Tveir ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur. Annar mældist á 123 kílómetra hraða en hinn á 134, þar sem hámarkshraði er 90 kílómetrar á klukkustund. Lögregla fjarlægði einnig skráningarnúmer af þremur bifreiðum sem allar voru ótryggðar.

Lögregla rannsakar málin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×