Innlent

Ríkisskattstjóri flytur þjónustuver til Norðurlands

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Mynd/Samsett
Stöfum hjá Ríkisskattstjóra á Norðurlandi mun fjölga á næstunni. Ákveðið hefur verið að flytja þjónustuver sem rekið hefur verið í Reykjavík til Akureyrar og Siglufjarðar. 5-6 sex störf verða laus til umsóknar, þar af eitt tímabundið. Þetta kemur fram á vef Ríkisskattstjóra.

Starfsmenn RSK á Akureyri og Siglufirði eru nú 23 talsins og vinna fyrst og fremst við álagningu einstaklinga, símaþjónustu auk þess að sinna nærþjónustu. Með breytingu fyrirtækisins munu störf við símsvörun í þjónustuveri og á skiptiborði, upplýsingagjöf um skattamál, afgreiðsla skattkorta og annarra gagna sem viðskiptavinir óska eftir, bætast við starfsemi fyrirtækisins á Norðurlandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×