Innlent

Ósáttur við vinnubrögð Reykjavíkurborgar

Ása Ottesen skrifar
Framkvæmdir við Hverfisgötu hafa staðiði yfir í allt sumar.
Framkvæmdir við Hverfisgötu hafa staðiði yfir í allt sumar. Mynd/GVA
„Það stenst ekkert sem þeir segja,“ segir Pálmi Bergmann, eigandi farahreinsunarinnar Úðafoss á Vitastíg, afar ósáttur við vinnubrögð Reykjavíkurborgar í kringum framkvæmdir sem nú standa yfir á Hverfisgötu þar sem verið er að endurnýja götuna frá grunni á kaflanum milli Klapparstígs og Vitastígs.

Allt yfirborð götu og gangstétta verður endurnýjað, ásamt þeim lögnum sem komnar eru á tíma, hjólareinar malbikaðar, gatnamót steinlögð og snjóbræðsla sett í gönguleiðir. Ófyrirsjáanlegar tafir hafa orðið á frágangi og opnun Vitastígs sökum holræsavanda sem verið er að leysa að sögn Reykjavíkurborgar.

„Í byrjun júlí tilkynna þeir að framkvæmdum eigi að ljúka fyrsta september. Það var því vitað frá upphafi að það var ekki að fara standast,“ segir Pálmi. „Núna síðast heyrði ég að framkvæmdum ætti að ljúka fyrsta október en ég sé ekki fram á að það muni standast.“
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.