Innlent

Fjármálastofnanir eiga 53 íbúðir og hús í Kópavogi

Elimar Hauksson skrifar
Fjármálastofnanir eiga ennþá nokkuð af íbúðaeignum í Kópavogi, sumar í sölumeðferð en aðrar ekki
Fjármálastofnanir eiga ennþá nokkuð af íbúðaeignum í Kópavogi, sumar í sölumeðferð en aðrar ekki mynd/vilhelm
53 íbúðaeignir í Kópavogi eru í eigu fjármálastofnana. Flestar eignir eru í eigu Dróma og Arion banka sem eiga hvor um sig 22 eignir en þetta kemur fram á vef RÚV í dag.

Það var Hjálmar Hjálmarsson sem bar fram fyrirspurn í bæjarráði um málið en í svari bæjarlögmanns Kópavogsbæjar kemur fram að allar eignir Dróma séu fullbúnar íbúðaeignir, sjö þeirra hafi verið á sölu í ágúst og hinar fimmtán á leið í sölu.

Íslandsbanki á eitt einbýlishús í Kórahverfinu en í svari bankans kemur fram að bankinn hafi fengið umráð yfir eigninni í byrjun ágúst og unnið sé að því að setja hana í mats- og söluferli.

Arion banki á 22 eignir í Kópavogi sem teljast vera íbúðir eða einbýlishús. Í útleigu eru ellefu íbúðir, flestar sem bankinn hefur fengið í gegnum nauðungarsölu en gerðarþoli hefur fengið að leigja áfram tímabundið eins og lög mæla fyrir um. Hinar ellefu eignirnar eru samkvæmt upplýsingum frá bankanum í uppboðsferli eða til sölumeðferðar.

Þá á Landsbankinn 12 eignir, fimm íbúðir og tvö einbýlishús.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×