Innlent

Kennari lagði barn í einelti: „Barnið mitt þjáist áfram“

Hrund Þórsdóttir skrifar
Brotið er á íslenskum börnum á hverjum degi, segir Stefán Karl Stefánsson, formaður Regnbogabarna, en hann fær sex til átta símtöl dag hvern frá foreldrum sem eru ósáttir við framkomu gagnvart börnunum sínum. Ofbeldi í íslenska skólakerfinu er að hans sögn falið vandamál sem fólk forðast að ræða. Það er þó því miður staðreynd að upp koma tilfelli þar sem kennarar beita nemendur ofbeldi og í Íslandi í dag í kvöld verður meðal annars rætt við móður stúlku sem lögð var í einelti af kennara sínum í tvö ár. Farið var með málið til Barnaverndar Reykjavíkur sem taldi ástæðu til frekari rannsóknar, en vísaði þó málinu aftur til skólans. Skólanum var því gert að rannsaka sjálfan sig, eftir að foreldrum stúlkunnar fannst hann ítrekað hafa brugðist.

„Hún er búin að fremja lögbrot á barni, hún er búin að brjóta siðareglur og starfsreglur kennara og Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Hún er bara búin að brjóta af sér í starfi þessi kona og það hefur engar afleiðingar haft í för með sér fyrir hana en barnið mitt þjáist áfram,“ segir móðir stúlkunnar.

Meira um þetta í Íslandi í dag, strax að loknum kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×