Innlent

Fæddi á bílastæðinu við sjúkrahúsið á Selfossi

Magnús Hlynur Hreiðarson skrifar
Nýjasti fjölskyldumeðlimurinn á bænum Gljúfri í Ölfusi var ekki á því að láta bíða eftir sér aðfaranótt laugardagsins því móðir hennar fæddi hana á bílaplaninu við sjúkrahúsið á Selfossi. Fjögurra stiga hiti var úti, myrkur og fullt tungl.

Stefán Jónsson býr ásamt eiginkonu sinni Kerry Reidy að Gljúfri í Ölfusi og heilast bæði móður og barni vel eftir atburði næturinnar. Stúlkan var 3740 grömm og 48 sentímetrar að lengd. Kristín Gunnarsdóttir, ljósmóðir, tók á móti barninu á bílaplaninu.

„Ég fæddi á bílastæðinu. Það voru litlar hríðir svo það gafst lítill tími til að átta sig á því hvað væri að gerast. Ljósmóðirinn kom hlaupandi út og barnið fæddist,“ segir Kerry.

Er búið að ákveða nafn á litlu dömuna? „Það er í vinnslu. Við þurfum mögulega eitthvað að endurskoða og taka tillit til aðstæðna,“ segir Stefán. Sjá má frétt Magnúsar Hlyns Hreiðarsonar um málið hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×