Ferðaþjónustan fær 1% af rannsóknafénu 23. september 2013 07:00 Sama er við hvern er talað, allir eru sammála um að rannsóknir á ferðaþjónustunni sárvanti. Fréttablaðið/vilhelm Ferðaþjónustan fær einn hundraðasta hluta af opinberu rannsóknafé atvinnuveganna. Árið 2007 runnu 70 milljónir til rannsókna í ferðaþjónustu, en þær eru rétt um 100 milljónir í dag. Edward H. Huijbens, forstöðumaður Rannsóknarmiðstöðvar ferðamála, segir fjármagn sem rennur til rannsókna á ferðamálum ótrúlega lágt miðað við það sem rennur til rannsókna innan annarra atvinnugreina. „Eitthvað í kringum 1% af öllu því fé sem rennur til rannsókna á atvinnuvegum fer í ferðamálin. Þar sem greinin er orðin okkar helsta leið til gjaldeyrisöflunar skýtur þetta skökku við,“ segir Edward. Gjaldeyristekjur í ferðaþjónustu hafa aukist mikið síðustu árin eins og kunnugt er, og voru árið 2012 alls 238 milljarðar, samkvæmt Hagstofu Íslands. Það gerir 23,5% af gjaldeyristekjum þjóðarbúsins. Tölur ársins 2013 verða enn hærri en fjölgun ferðamanna til landsins var 22% í lok ágúst. Í þingsályktunartillögu um stefnumörkun í ferðamálum frá 2011 kemur fram að til rannsókna í iðnaði árið 2007 fóru tæp 55% af heildarframlögum til atvinnuvegarannsókna. Til rannsókna í fiskiðnaði og landbúnaði runnu 34,9%. Alls voru rannsóknir í þessum greinum styrktar fyrir um 11,2 milljarða króna. Rannsóknir á orkuframleiðslu og dreifingu fengu 1,3 milljarða, eða tæp 10% af því rannsóknafé sem var í boði. Ferðaþjónustan fékk þetta ár um 70 milljónir en þær eru rétt um 100 milljónir í dag, að því er næst verður komist. Nýja greiningu á hlutföllum á milli atvinnuveganna er hins vegar ekki að finna.Edward H. HuijbensEdward segir að efling fagmennsku og þekkingar meðal þeirra sem starfa í ferðaþjónustu sé undirstaða arðsemi í greininni. „Gæði þjónustu munu skera úr um gæði upplifunar gesta og þannig orðspor landsins sem ferðamannalands.“ Árni Gunnarsson, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, hefur gert þetta að umtalsefni, meðal annars á aðalfundi samtakanna í fyrra. Hann sagði að lítil þekking á ferðaþjónustunni og fátæklegar grunnrannsóknir væru greininni hættulegar og í engu samhengi við þá áherslu sem lögð er á ferðaþjónustuna sem vaxtarbrodd í íslensku samfélagi. Hér má vísa til nýlegrar skýrslu ráðgjafafyrirtækisins Boston Consulting Group, sem kynnt var í Hörpu fyrir fáum dögum. Í skýrslunni er víða vitnað til mikilvægis rannsókna, og þá sem einnar undirstöðu þess að greinin vaxi og dafni eins og vonir standa til. Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira
Ferðaþjónustan fær einn hundraðasta hluta af opinberu rannsóknafé atvinnuveganna. Árið 2007 runnu 70 milljónir til rannsókna í ferðaþjónustu, en þær eru rétt um 100 milljónir í dag. Edward H. Huijbens, forstöðumaður Rannsóknarmiðstöðvar ferðamála, segir fjármagn sem rennur til rannsókna á ferðamálum ótrúlega lágt miðað við það sem rennur til rannsókna innan annarra atvinnugreina. „Eitthvað í kringum 1% af öllu því fé sem rennur til rannsókna á atvinnuvegum fer í ferðamálin. Þar sem greinin er orðin okkar helsta leið til gjaldeyrisöflunar skýtur þetta skökku við,“ segir Edward. Gjaldeyristekjur í ferðaþjónustu hafa aukist mikið síðustu árin eins og kunnugt er, og voru árið 2012 alls 238 milljarðar, samkvæmt Hagstofu Íslands. Það gerir 23,5% af gjaldeyristekjum þjóðarbúsins. Tölur ársins 2013 verða enn hærri en fjölgun ferðamanna til landsins var 22% í lok ágúst. Í þingsályktunartillögu um stefnumörkun í ferðamálum frá 2011 kemur fram að til rannsókna í iðnaði árið 2007 fóru tæp 55% af heildarframlögum til atvinnuvegarannsókna. Til rannsókna í fiskiðnaði og landbúnaði runnu 34,9%. Alls voru rannsóknir í þessum greinum styrktar fyrir um 11,2 milljarða króna. Rannsóknir á orkuframleiðslu og dreifingu fengu 1,3 milljarða, eða tæp 10% af því rannsóknafé sem var í boði. Ferðaþjónustan fékk þetta ár um 70 milljónir en þær eru rétt um 100 milljónir í dag, að því er næst verður komist. Nýja greiningu á hlutföllum á milli atvinnuveganna er hins vegar ekki að finna.Edward H. HuijbensEdward segir að efling fagmennsku og þekkingar meðal þeirra sem starfa í ferðaþjónustu sé undirstaða arðsemi í greininni. „Gæði þjónustu munu skera úr um gæði upplifunar gesta og þannig orðspor landsins sem ferðamannalands.“ Árni Gunnarsson, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, hefur gert þetta að umtalsefni, meðal annars á aðalfundi samtakanna í fyrra. Hann sagði að lítil þekking á ferðaþjónustunni og fátæklegar grunnrannsóknir væru greininni hættulegar og í engu samhengi við þá áherslu sem lögð er á ferðaþjónustuna sem vaxtarbrodd í íslensku samfélagi. Hér má vísa til nýlegrar skýrslu ráðgjafafyrirtækisins Boston Consulting Group, sem kynnt var í Hörpu fyrir fáum dögum. Í skýrslunni er víða vitnað til mikilvægis rannsókna, og þá sem einnar undirstöðu þess að greinin vaxi og dafni eins og vonir standa til.
Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira