Innlent

Lögreglan í óða önn við að elta fíkniefnamenn

Gunnar Valþórsson skrifar
Lögreglan hafði í nægu að snúast í nótt við að grípa menn með fíkniefni.
Lögreglan hafði í nægu að snúast í nótt við að grípa menn með fíkniefni.
Í sex tilvikum hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt þar sem ökumenn voru stöðvaðir komu fíkniefni komu við sögu.

Fyrst hafði lögregla afskipti af bifreið í vestubæ. Ökumaðurinn reyndist sviptur ökuréttindum en hann er einnig kærður fyrir vörslu fíkniefna og brot á vopnalögum. Farþegi í bifreiðinni er grunaður um hylmingu og var hann með farsíma, sem lögregla telur stolinn, sem hann ætlaði að nota í skiptum fyrir fíkniefni. 

Um klukkan ellefu var bifreið stöðvuð í Austurborginni. Ökumaður hennar er grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum fíkniefna, vörslu fíkniefna og að aka með útrunnin ökuréttindi.

Um svipað leyti var bifreið stöðvuð á Reykjanesbraut. Ökumaðurinn er grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum fíkniefna og brot á vopnalögum. Þá var farþegi bifreiðarinnar einnig kærður fyrir brot á vopnalögum og vörslu fíkniefna.

Um klukkan eitt var bíll síðan stöðvaður á Ártúnshöfða. Við leit í bifreiðinni fundust ætluð fíkniefni og er ökumaðurinn kærður fyrir vörslu fíkniefna.

Og um tuttugu mínútum síðar kom upp enn eitt tilvikið þegar lögregla stöðvaði bifreið á Breiðholtsbrautinni þar sem ökumaður er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Þá var farþegi í bifreiðinni kærður fyrir vörslu fíkniefna.

Og að síðustu var bíll stöðvaður í Hafnarfirði þegar klukkan var að ganga tvö í nótt ökumaðurinn er grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum fíkniefna.  Einnig fannst fíkniefnaræktun á heimili mannsins og var hann vistaður í fangageymslu fyrir rannsókn máls.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×