Innlent

Þingmaður á toppi Mt. Blanc

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Róbert Marshall steig á topp Mt. Blanc um helgina.
Róbert Marshall steig á topp Mt. Blanc um helgina. Mynd/Úr einkasafni
Robert Marshall, þingmaður Bjartar framtíðar, kleif á föstudag Mt. Blanc fjallið í frönsku Ölpunum. Marshall er vanur göngumaður og kleif alla leið á topp Mt. Blanc. Fjallið er alls 4810 metrar að hæð og er eitt hæsta fjall í Evrópu.

Róbert greinir því á Facebook-síðu sinni að aðstæður á föstudag hafi verið erfiðar, mikill vindur og kuldi. Eiginkona hans, Brynhildur Ólafsdóttir, stýrði ferðinni.

Fjórir úr hópnum náðu toppi Mt. Blanc en sá fimmti varð frá að hverfa í 4000 metra hæð vegna veikinda.

Brynhildur Ólafsdóttir á toppi Mt. Blanc.Mynd/Úr einkasafni



Fleiri fréttir

Sjá meira


×