Fleiri Íslendingar fá þunga dóma í Danmörku Stígur Helgason skrifar 23. september 2013 16:36 Guðmundur Ingi Þóroddsson var annar höfuðpauranna í málinu, ásamt Peter Baungård. Guðmundur fékk tólf ára dóm í sumar. Dómstóll í Kaupmannahöfn fann í dag fjóra Íslendinga seka um aðild að stóru fíkniefnamáli sem þar hefur verið til rannsóknar frá því um mitt ár 2011. Þrír Íslendingar höfðu þegar hlotið fangelsisdóma vegna málsins, sem snýst um smygl á samtals tæplega 70 kílóum af amfetamíni frá Hollands til Danmerkur. Tveir Íslendingar voru dæmdir til fangelsisvistar fyrr í dag; Ágúst Georg Csillag, 21 árs, hlaut tíu ára dóm og Erlingur Bergmann Karlsson, 24 ára, hlaut sex ára dóm. Einn Íslendinganna fjögurra hefur undanfarið dvalið á geðspítala og var dæmdur til áframhaldandi vistar á slíkri stofnun. Sá fjórði, sem samkvæmt ákærunni var mjög atkvæðamikill í málinu, var dæmdur sekur en ákvörðun um refsingu hans frestað þar sem til stendur að láta hann gangast undir geðrannsókn til að hægt sé að úrskurða um sakhæfi hans. Annar höfuðpauranna í málinu, Guðmundur Ingi Þóroddsson, var fyrr í sumar dæmdur í tólf ára fangelsi. Hann mátti eiga von á fjórtán ára dómi en vegna játningar hans og hjálpar við að upplýsa um þátt hinna var aðeins farið fram á tólf ár. Tveir Íslendingar til viðbótar, Heimir Sigurðsson, 50 ára, og Sturla Þórhallsson, 25 ára, hlutu í ágúst tíu ára dóma fyrir aðild sína að málinu. Í dag voru þrír menn enn dæmdir til fangelsisvistar í málinu. Hinn höfuðpaurinn, Peter Baungård, 43 ára, hlaut tíu ára dóm. Yfirréttur þyngdi í sumar refsingu hans fyrir annað fíkniefnamál úr ellefu árum í tólf. Þá fékk Mads Malmquist Rasmussen, 29 ára, sjö ára dóm og Enzo Rinaldi, 40 ára, sex ára dóm. Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fleiri fréttir Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili í Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Sjá meira
Dómstóll í Kaupmannahöfn fann í dag fjóra Íslendinga seka um aðild að stóru fíkniefnamáli sem þar hefur verið til rannsóknar frá því um mitt ár 2011. Þrír Íslendingar höfðu þegar hlotið fangelsisdóma vegna málsins, sem snýst um smygl á samtals tæplega 70 kílóum af amfetamíni frá Hollands til Danmerkur. Tveir Íslendingar voru dæmdir til fangelsisvistar fyrr í dag; Ágúst Georg Csillag, 21 árs, hlaut tíu ára dóm og Erlingur Bergmann Karlsson, 24 ára, hlaut sex ára dóm. Einn Íslendinganna fjögurra hefur undanfarið dvalið á geðspítala og var dæmdur til áframhaldandi vistar á slíkri stofnun. Sá fjórði, sem samkvæmt ákærunni var mjög atkvæðamikill í málinu, var dæmdur sekur en ákvörðun um refsingu hans frestað þar sem til stendur að láta hann gangast undir geðrannsókn til að hægt sé að úrskurða um sakhæfi hans. Annar höfuðpauranna í málinu, Guðmundur Ingi Þóroddsson, var fyrr í sumar dæmdur í tólf ára fangelsi. Hann mátti eiga von á fjórtán ára dómi en vegna játningar hans og hjálpar við að upplýsa um þátt hinna var aðeins farið fram á tólf ár. Tveir Íslendingar til viðbótar, Heimir Sigurðsson, 50 ára, og Sturla Þórhallsson, 25 ára, hlutu í ágúst tíu ára dóma fyrir aðild sína að málinu. Í dag voru þrír menn enn dæmdir til fangelsisvistar í málinu. Hinn höfuðpaurinn, Peter Baungård, 43 ára, hlaut tíu ára dóm. Yfirréttur þyngdi í sumar refsingu hans fyrir annað fíkniefnamál úr ellefu árum í tólf. Þá fékk Mads Malmquist Rasmussen, 29 ára, sjö ára dóm og Enzo Rinaldi, 40 ára, sex ára dóm.
Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fleiri fréttir Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili í Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Sjá meira