Fleiri fréttir

Sérstöku veiðigjaldi breytt

Sérstaka veiðigjaldinu verður á sumarþingi breytt til bráðabirgða í eitt ár að sögn ráðherra. Í kjölfarið verður fundin framtíðarlending á gjaldtökunni. Líklegt að fyrirkomulag verði svipað á næsta fiskveiðiári og á því yfirstandandi.

"Ég varð fyrir höggum frá löggunni“

Davíð Örn Bjarnason, sem nýlega sat í fangelsi í Tyrklandi eftir að hafa verið sakaður um fornmunasmygl, segir mannréttindi virt að vettugi í landinu. Hann sætti barsmíðum og aðstæður í fangelsinu voru hörmulegar. Davíð hvetur fólk til að fara varlega, því hver sem er geti lent í martröð sem þessari.

"Hann gerði svo margt gott"

Hinni ernu og bráðskemmtilegu Þórunni Franz brá nokkuð í brún þegar hún sat og horfði á Stöð 2 nýlega og sá allt í einu gömlu myndbroti af föður sínum bregða fyrir í maltauglýsingu. Myndina fékk hún afhenta í morgun og Hrund Þórsdóttir fékk að líta í heimsókn til hennar og manns hennar, Hallgríms Jónssonar.

Hemmi: Allt mitt líf hefur verið tilviljanir

„Ég hafði til dæmis aldrei áhuga á sjónvarpi. Það var bara Hrafn Gunnlaugsson sem sagði að ég ætti að vera þar," sagði Hemmi Gunn í viðtali við Jón Ársæl í Sjálfstæðu fólki árið 2004. Þátturinn verður endursýndur á Stöð 2 næsta sunnudagskvöld.

Meiri áfengissala en í fyrra

Áfengissala hefur aukist um 1,5% lítra á fyrstu fimm mánuðum ársins í samanburði við árið 2012. Þá jókst áfengissala í maí um 3,4% miðað við sama mánuð í fyrra.

Gæslan fær heimild til að leigja þyrlurnar áfram

Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra veitti í gær forsvarsmönnum Landhelgisgæslunnar heimild til þess að ganga til samninga vegna áframhaldandi leigu á tveimur björgunarþyrlum til fjögurra ára.

Vatnajökull bar sigur úr býtum

Vatnajökull frá Ölvisholti var valinn besti bjórinn á nýafstaðinni bjórhátíð á Hólum í Hjaltadal. Hátíðin var haldin í þriðja sinn í byrjun mánaðarins.

Fólk keyrir enn um á nagladekkjum

Enn er eitthvað um að fólk aki á nagladekkjum. Lögreglan á Suðurnesjum hafi í vikunni afskipti af sjö ökumönnum sem enn óku á negldum dekkjum þótt komið sé fram í júní. Sekt við slíku broti er 5000 krónur á hvert dekk.

Laga gönguleiðina á Esjunni

Þessa dagana er verið að sinna árlegu viðhaldi á gönguleiðinni upp Esjuna. Bresku sjálfboðaliðarnir á myndinni leggja á sig mikið erfiði við burð á stórgrýti til að laga steinþrep og frárennsli við stíginn, segir í tilkynningu frá Skógræktarfélagi Íslands.

"Íslenskri tónlistarmenningu til skammar"

Hljómsveitin Skálmöld gaf frá sér yfirlýsingu þar sem hún sagði Keflavík Music Festival "fíaskó" og segir hátíðina jaðra við "glæpastarfsemi"

Ensími með sárabótatónleika vegna Keflavik Music Festival

Hljómsveitin Ensími ætlar, ásamt fleiri tónlistarmönnum, að halda ókeypis tónleika í tilefni þess að sveitin þurfti að afboða komu sína á Keflavik Music Festival. Tónleikarnir fara fram í Hljóðfærahúsi Reykjavíkur föstudaginn eftir viku.

Aldrei færri kríur í Vík

Kríuvarpið í Vík í Mýrdal hefur löngum verið talið það stærsta á Íslandi. Í ár eru mun færri kríur þar en áður hefur sést. Allt útlit er fyrir að sandsíldarstofninn sé nánast hruninn. "Kríunni hefur fækkað fjórfalt eða fimmfalt frá því þegar mest var,“ segir Þórir N. Kjartasson, íbúi í Vík og fuglaáhugamaður.

Óli Geir ætlar að klára hátíðina með stæl

Aðstandendur tónlistarhátíðarinnar Keflavík Music Festival ætla að halda sínu striki þrátt fyrir mótlætið sem þeir hafa orðið fyrir. "Keflavik Music Festival ætlar að standa undir nafni, klára tónlistarhátíðina með stæl og bjóða uppá frábæra tónleika,“ segir í yfirlýsingu Óla Geirs og félaga.

217 börnum í neyð hjálpað

Tilraunaverkefni Barnaverndarstofu (BVS) vegna heimilisofbeldis leiddi í ljós að þörfin fyrir sértæka þjónustu við börn var mun meiri en í fyrstu var talið. Á þeim 20 mánuðum sem verkefnið stóð fylgdi sérfræðingur á vegum BVS lögreglu á heimili 217 barna.

KK og Bubbi hætta einnig við KMF

Enn fækkar þeim listamönnum sem koma áttu fram á Keflavík Music Festival. KK og Bubbi Morthens hafa báðir afboðað komu sína.

Keflavík Music Festival í uppnámi

Tvær hljómsveitir af fjórum sem spila áttu í Tuborg-tjaldinu á Keflavík Musik Festival hættu við að koma fram. Ekkert verður af tónleikum Micha Moor, sem spila átti á hátíðinni í kvöld, þar sem hann fékk enga flugmiða. Erfiðasta nótt lífs míns, segir tónleikahaldarinn Óli Geir.

Hundi stolið á Skólavörðustíg

"Ég skil þetta ekki. Ég stökk inn í búð í 2 mínútur til að kaupa mjólk og þegar ég kom aftur út var hún horfin, ólin og allt saman með henni,“ segir Þórdís Hulda Árnadóttir, 17 ára hundaeigandi. Hún varð fyrir þeirri leiðinlegu lífsreynslu að hundinum hennar var stolið þegar hún brá sér inn í Krambúðina á Skólavörðustíg um ellefu leitið í gærkvöldi.

Hestur truflaði umferð um Ártúnsbrekkuna

Töluverð truflun varð á umferð um Ártúnsbrekkuna í morgun eftir hestur sást þar á beit í vegkantinum. Fjölmennt lið lögreglunnar var sent á staðinn og tókst að lokum að ná hestinum. Hestur þessi mun hafa sloppið úr girðingu við Árbæjarsafn og er nú kominn aftur í girðinguna.

Forsetinn ber í bakkafullan læk af bulli

Stefán Ólafsson prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands segir forseta Íslands bera í bakkafullan lækinn í bullumræðu um Evrópusambandið í setningarræðu sinni á Alþingi í gær.

Páll Óskar grunlaus á flöskuballi unglinga

Söngvarinn Páll Óskar Hjálmtýsson segist aldrei mundu hafa spilað á balli hestamanna í Borgarbyggð ef hann hefði vitað að aldurstakmarkið væri aðeins sextán ár. Auðvelt sé að koma fram vilja sínum við dauðadrukkna unglinga eftir dansleik.

Öryggismálin sett á oddinn

Prentsmiðjan Umslag hefur fengið öryggisvottunina ISO 27001 og er fyrst íslenskra fyrirtækja í prentiðnaði til þess að fá slíka vottun.

Þorskkvótinn verður aukinn

Hafrannsóknastofnun leggur til myndarlega aukningu á þorskkvóta fyrir næsta fiskveiðiár. Auknar þorskveiðar gætu skilað þjóðarbúinu miklum ávinningi.

Náttúruperlur undir gríðarlegu álagi

Fregnir af slæmu ástandi svæða við Goðafoss, Þingvelli, Dimmuborgir og fleiri þekktar náttúruperlur vekja enn frekari athygli. Umhverfisstofnun ver 150 milljónum í ár í umbætur á friðlýstum svæðum. Talsvert fjármagn vantar upp á.

Hrotti ákærður á ný fyrir hótanir og ofbeldi

Lárus Már Hermannsson er ákærður fyrir alvarlegar hótanir og árásir á lögreglumenn. Hann fékk tveggja og hálfs árs dóm 2006 fyrir að berja barnsmóður sína með felgulykli.

Læknar geti séð lyfjasöguna

Heilbrigðisyfirvöld vinna nú að úrræðum til að sporna við misnotkun lyfseðilsskyldra lyfja, meðal annars rítalíns, og stendur til að gera læknum kleift að sjá sögu sjúklinga áður en skrifað er upp á lyf sem mögulegt er að misnota.

Sýna dýrasta bréf Íslandssögunnar

Hið dularfulla Biblíubréf, dýrasta bréf Íslandssögunnar, verður til sýnis á Norrænu frímerkjasýningunni um helgina. Formaður Landssambands íslenskra frímerkjasafnara hvetur fólk til að gramsa í gömul skjölum, enda gæti slíkur dýrgripur leynst á ólíklegustu stöðum.

Yfir sjöhundruð hjólum stolið á ári

Á síðasta ári voru tilkynningar um stolin reiðhjól til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu rúmlega sjöhundruð og allt stefnir í að þær verði fleiri í ár. Góður lás skiptir miklu máli ef koma á í veg fyrir að hjólum sé stolið.

"Það lá ljóst fyrir að þetta yrði gert"

Í dag vísaði dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur frávísunarkröfu frá dómi í meiðyrðamáli Egils Einarssonar. Egill hefur stefnt þremur einstaklingum fyrir meiðyrði eftir ummæli sem birtust á Facebooksíðu sem stofnuð var eftir að viðtal birtis við Egil í tímaritinu Monitor í haust.

Sjá næstu 50 fréttir