Yfir sjöhundruð hjólum stolið á ári Ingveldur Geirsdóttir skrifar 6. júní 2013 19:12 Af þeim sjöhundruð hjólum sem er stolið árlega berast aðeins 100 til 150 í óskilamunadeild lögreglunnar. Í mesta lagi þrjátíu þeirra rata þaðan í hendur eiganda sinna. Á laugardaginn verða um hundrað hjól, nokkrir barnavagnar og kerrur sem enginn hefur hirt um að sækja boðin upp á árlegu uppboði óskilamunadeildarinnar. Hefð er fyrir því að öll hjólin seljist þar upp og þau fara á verðbilinu tvöþúsund til fimmtíu þúsund krónur. Algengt er að hjól berist í óskilamunadeildina nokkrum mánuðum eftir að þeim var stolið. Eigendunum nægir því sjaldnast að koma bara til lögreglu strax eftir þjófnaðinn, þeir verða líka að koma aftur seinna, helst á nokkurra vikna fresti, til að fullreyna hvort hjólin séu í vörslu lögreglu eða ekki. Til að lágmarka hættuna á því að hjólum sé stolið er góður lás mikilvægur að sögn Thelmu Gló Jónsdóttur starfsmanns óskilamunadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. „Fyrst og fremst að fá sér bara góðan lás og spyrja í reiðhjólaversluninni hvað er góður lás sem ekki er hægt að klippa í gegnum og læsa hjólunum við eitthvað sem er boltað niður," segir Thelma. Jón Þór Skaftason verslunarstjóri í reiðhjólaversluninni Erninum segir að það hafi aukist mikið að undanförnu að fólk spyrji út í hjólaöryggi. Þá sé mikilvægt að vera með vandaða og þykka hjólalása sem erfitt er að klippa í sundur. Því miður sé ekkert hundrað prósent öryggi í þessu, hægt sé að ná öllum lásum í sundur sé viljinn fyrir hendi, með klippum eða jafnvel slípirokki. Mikilvægt er að geyma hjólin inni og að fólk þekki hjólin sín sé þeim stolið. Jón Þór mælir með því að fólk skrái hjá sér litinn á hjólinu, stærðina, gerð, framleiðanda og módelið af hjólinu. Þá sé mjög mikilvægt að hafa raðnúmerið skráð hjá sér en það má finna þrykkt í flest hjól undir hjólinu hjá pedölunum eða á stönginni fyrir neðan stýrið. Flestar hjólreiðaverslanir skrá síðan raðnúmerið niður á nótuna þegar hjól er keypt. Jón Þór segir að upplifun hans sé að hjólastuldir séu orðnir algengari. Hann grunar að mikið af þeim hjólum sem er stolið séu flutt úr landi. „Sem dæmi var þremur dýrum hjólum stolið úr búðinni hjá okkur, þau voru ein sinnar gerðar a Íslandi og hafa aldrei sést hér aftur. Það bendir til þess að þau hafi farið úr landi." Uppboð óskilamunadeildar lögreglunnar verður haldið í húsnæði Vöku í Skútuvogi 8 í Reykjavík á laugardaginn, 8. júní, og hefst kl. 11. Reiðhjólageymsla lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu er í Borgartúni 7b í Reykjavík. Hún er opin á þriðjudögum frá kl. 9 - 12. Þar er hægt að tilkynna reiðhjólið stolið ef það finnst ekki í geymslunni. Óskilamunageymsla lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu er á Hverfisgötu 113-115 í Reykjavík. Opið er virka daga frá kl. 8.15 - 15.30. Sími 444-1000. Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sjá meira
Af þeim sjöhundruð hjólum sem er stolið árlega berast aðeins 100 til 150 í óskilamunadeild lögreglunnar. Í mesta lagi þrjátíu þeirra rata þaðan í hendur eiganda sinna. Á laugardaginn verða um hundrað hjól, nokkrir barnavagnar og kerrur sem enginn hefur hirt um að sækja boðin upp á árlegu uppboði óskilamunadeildarinnar. Hefð er fyrir því að öll hjólin seljist þar upp og þau fara á verðbilinu tvöþúsund til fimmtíu þúsund krónur. Algengt er að hjól berist í óskilamunadeildina nokkrum mánuðum eftir að þeim var stolið. Eigendunum nægir því sjaldnast að koma bara til lögreglu strax eftir þjófnaðinn, þeir verða líka að koma aftur seinna, helst á nokkurra vikna fresti, til að fullreyna hvort hjólin séu í vörslu lögreglu eða ekki. Til að lágmarka hættuna á því að hjólum sé stolið er góður lás mikilvægur að sögn Thelmu Gló Jónsdóttur starfsmanns óskilamunadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. „Fyrst og fremst að fá sér bara góðan lás og spyrja í reiðhjólaversluninni hvað er góður lás sem ekki er hægt að klippa í gegnum og læsa hjólunum við eitthvað sem er boltað niður," segir Thelma. Jón Þór Skaftason verslunarstjóri í reiðhjólaversluninni Erninum segir að það hafi aukist mikið að undanförnu að fólk spyrji út í hjólaöryggi. Þá sé mikilvægt að vera með vandaða og þykka hjólalása sem erfitt er að klippa í sundur. Því miður sé ekkert hundrað prósent öryggi í þessu, hægt sé að ná öllum lásum í sundur sé viljinn fyrir hendi, með klippum eða jafnvel slípirokki. Mikilvægt er að geyma hjólin inni og að fólk þekki hjólin sín sé þeim stolið. Jón Þór mælir með því að fólk skrái hjá sér litinn á hjólinu, stærðina, gerð, framleiðanda og módelið af hjólinu. Þá sé mjög mikilvægt að hafa raðnúmerið skráð hjá sér en það má finna þrykkt í flest hjól undir hjólinu hjá pedölunum eða á stönginni fyrir neðan stýrið. Flestar hjólreiðaverslanir skrá síðan raðnúmerið niður á nótuna þegar hjól er keypt. Jón Þór segir að upplifun hans sé að hjólastuldir séu orðnir algengari. Hann grunar að mikið af þeim hjólum sem er stolið séu flutt úr landi. „Sem dæmi var þremur dýrum hjólum stolið úr búðinni hjá okkur, þau voru ein sinnar gerðar a Íslandi og hafa aldrei sést hér aftur. Það bendir til þess að þau hafi farið úr landi." Uppboð óskilamunadeildar lögreglunnar verður haldið í húsnæði Vöku í Skútuvogi 8 í Reykjavík á laugardaginn, 8. júní, og hefst kl. 11. Reiðhjólageymsla lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu er í Borgartúni 7b í Reykjavík. Hún er opin á þriðjudögum frá kl. 9 - 12. Þar er hægt að tilkynna reiðhjólið stolið ef það finnst ekki í geymslunni. Óskilamunageymsla lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu er á Hverfisgötu 113-115 í Reykjavík. Opið er virka daga frá kl. 8.15 - 15.30. Sími 444-1000.
Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sjá meira