Innlent

Meiri áfengissala en í fyrra

Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar
Áfengissala hefur aukist um 1,5% lítra frá því í fyrra.
Áfengissala hefur aukist um 1,5% lítra frá því í fyrra. MYND/ÚR SAFNI

Áfengissala hefur aukist um 1,5% lítra á fyrstu fimm mánuðum ársins í samanburði við árið 2012. Þá  jókst áfengissala í maí um 3,4% miðað við sama mánuð í fyrra.

Alls seldust 1.637 lítrar af áfengi nú í maí en 1.583 lítrar á sama mánuði í fyrra. Athygli vakti mikil söluaukning á ávaxtavíni í maí, en salan jókst um heil 114,1 á milli ára. Í maí á síðasta ári voru seldir 12.500 lítrar af víni í þessum flokki en í síðasta mánuði voru lítrarnir 25.900.

Aukning var í sölu rauðvíns um 2,7% og hvítvíns um 1,1%  milli ára. Þá jókst sala á ávaxtavíni um tæp 96% á milli ára. Sala á ókrydduðu brennivíni, vodka og blönduðum drykkjum hefur hins vegar dregist saman, sem og sala á vindlum, vindlingum og tóbaki.  Aftur á móti hefur sala reyktóbaks aukist um 6,8 %.

Nánari upplýsingar um áfengissöluna er hægt að finna á vefsíðu Vínbúðarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×