Innlent

Allra þjóða gestir á Iceland Airwaves

Jakob Bjarnar skrifar
Grímur Atlason. Gestir verða allt frá Moldavíu til Japan -- frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum til Færeyja.
Grímur Atlason. Gestir verða allt frá Moldavíu til Japan -- frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum til Færeyja.

Enn stefnir í metsölu á Iceland Airwaves sem haldin er að venju í haust, eða 30. október til 3. nóvember.

Að sögn Gríms Atlasonar hafa aldrei verið seldir eins margir miðar og nú og stefnir í að uppselt verði á hátíðina um mitt sumar. Í fyrra var uppselt 8 vikum áður en hátíðin hófst og bar þá mjög á svartamarkaðsbraski með miðana. Alls eru þetta sex þúsund miðar sem seldir verða. Einkum eru það útlendingar sem hafa keypt miða og er staðan þannig að aðeins 20 prósent miðahafa eru Íslendingar. "Miðakaupendur eru allt frá Moldavíu til Japan -- frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum til Færeyja," segir Grímur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×