Innlent

"Það lá ljóst fyrir að þetta yrði gert"

Í dag vísaði dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur frávísunarkröfu frá dómi í meiðyrðamáli Egils Einarssonar. Egill hefur stefnt þremur einstaklingum fyrir meiðyrði vegna ummæla sem birtust á Facebooksíðu sem stofnuð var eftir að viðtal birtist við Egil í tímaritinu Monitor í haust.

Búið er að flytja eitt mál fyrir Héraðsdómi Austurlands og er einungis beðið eftir niðurstöðu dómara í því máli. Í öðru máli á dómari eftir að taka ákvörðun um frávísunarkröfu og það þriðja verður tekið fyrir þann 12. júní næstkomandi, eftir að dómari vísaði frávísunarkröfunni frá dómi í dag.

„Það lá ljóst fyrir að þetta yrði gert. Þetta mál ef höfðað nákvæmlega eins og tugir annara meiðyrðamála sem ég hef höfðað og mörg hafa farið fyrir Hæstarétt. Ég held að lögmaður stefnda hefði getað sparað okkur báðum, og réttinum, nokkra klukkutíma með því að sleppa því að setja fram þessa frávísunarkröfu,“ segir Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson, lögmaður Egils, í samtali við Vísi.

Egill fer fram á eina milljón í miskabætur frá hverjum og einum, sem og að þeir kosti birtingu dómsins í einu dagblaði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×