"Hann gerði svo margt gott" 7. júní 2013 18:50 Hinni ernu og bráðskemmtilegu Þórunni Franz brá nokkuð í brún þegar hún sat og horfði á Stöð 2 nýlega og sá allt í einu gömlu myndbroti af föður sínum bregða fyrir í maltauglýsingu. Myndina fékk hún afhenta í morgun og Hrund Þórsdóttir fékk að líta í heimsókn til hennar og manns hennar, Hallgríms Jónssonar. Hallgrímur fæddist á Bessastöðum á Álftanesi og var mikill frjálsíþróttakappi. Hann varð margfaldur Íslandsmeistari í kringlukasti auk þess sem hann var í landsliði Norðurlandanna. Verðlaunapeningar hanga innan um fallegt handverk sem Þórunn hefur búið til í gegnum tíðina. Fulltrúi Ölgerðarinnar afhenti Þórunni mynd úr myndbrotinu af föður hennar, en það hafði hún aldrei séð þar til það birtist í maltauglýsingunni góðu. „Ég var náttúrulega voðalega glöð því mér fannst að það mætti ekki gleyma honum því hann gerði svo margt gott,“ segir Þórunn. Frans sterki Arason, eins og faðir Þórunnar var kallaður, var aðeins tíu ára þegar hann fór á sjó ásamt vinum sínum. Veður tók að versna og fólk fór að óttast um þá félaga en þeir skiluðu sér í land. „Það átti nú aldeilis að taka þá og rassskella þá en það var hætt við það, því það var svo mikill fiskur í bátnum. Og þá var það sem afi fór og lét byggja nýjan bát og hann fékk hann þegar hann var tíu ára gamall,“ segir Þórunn. Hún talar afar hlýlega um föður sinn, sem var ötull við að deila afla sínum með efnaminni samborgurum og bjargaði mönnum frá drukknun. Einn þeirra, Helgi, átti eftir að eignast mörg börn og þau áttu ljósmynd af bjargvætti föður síns. „Og mamma þeirra lét þau alltaf kyssa myndina af pabba áður en þau fóru að sofa.“ Hin fjölhæfa Þórunn stofnaði Félag íslenskra dægurlagahöfunda ásamt fleirum og sjálf er hún lunkið tónskáld sem á meðal annars lög sem Raggi Bjarna gerði vinsæl. Lagið Farmaður hugsar heim samdi hún til föður síns. „Ég bjó það lag til pabba míns og þá var ég litla stelpan sem kom dansandi eftir öldunni til hans og kyssti hann á kinnina,“ segir Þórunn að lokum. Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Sjá meira
Hinni ernu og bráðskemmtilegu Þórunni Franz brá nokkuð í brún þegar hún sat og horfði á Stöð 2 nýlega og sá allt í einu gömlu myndbroti af föður sínum bregða fyrir í maltauglýsingu. Myndina fékk hún afhenta í morgun og Hrund Þórsdóttir fékk að líta í heimsókn til hennar og manns hennar, Hallgríms Jónssonar. Hallgrímur fæddist á Bessastöðum á Álftanesi og var mikill frjálsíþróttakappi. Hann varð margfaldur Íslandsmeistari í kringlukasti auk þess sem hann var í landsliði Norðurlandanna. Verðlaunapeningar hanga innan um fallegt handverk sem Þórunn hefur búið til í gegnum tíðina. Fulltrúi Ölgerðarinnar afhenti Þórunni mynd úr myndbrotinu af föður hennar, en það hafði hún aldrei séð þar til það birtist í maltauglýsingunni góðu. „Ég var náttúrulega voðalega glöð því mér fannst að það mætti ekki gleyma honum því hann gerði svo margt gott,“ segir Þórunn. Frans sterki Arason, eins og faðir Þórunnar var kallaður, var aðeins tíu ára þegar hann fór á sjó ásamt vinum sínum. Veður tók að versna og fólk fór að óttast um þá félaga en þeir skiluðu sér í land. „Það átti nú aldeilis að taka þá og rassskella þá en það var hætt við það, því það var svo mikill fiskur í bátnum. Og þá var það sem afi fór og lét byggja nýjan bát og hann fékk hann þegar hann var tíu ára gamall,“ segir Þórunn. Hún talar afar hlýlega um föður sinn, sem var ötull við að deila afla sínum með efnaminni samborgurum og bjargaði mönnum frá drukknun. Einn þeirra, Helgi, átti eftir að eignast mörg börn og þau áttu ljósmynd af bjargvætti föður síns. „Og mamma þeirra lét þau alltaf kyssa myndina af pabba áður en þau fóru að sofa.“ Hin fjölhæfa Þórunn stofnaði Félag íslenskra dægurlagahöfunda ásamt fleirum og sjálf er hún lunkið tónskáld sem á meðal annars lög sem Raggi Bjarna gerði vinsæl. Lagið Farmaður hugsar heim samdi hún til föður síns. „Ég bjó það lag til pabba míns og þá var ég litla stelpan sem kom dansandi eftir öldunni til hans og kyssti hann á kinnina,“ segir Þórunn að lokum.
Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Sjá meira