Innlent

Öryggismálin sett á oddinn

Umslag tekur við öryggisvottun.
Umslag tekur við öryggisvottun. MYND/UMSLAG

Prentsmiðjan Umslag hefur fengið öryggisvottunina ISO 27001 og er fyrst íslenskra fyrirtækja í prentiðnaði til þess að fá slíka vottun.

Með vottuninni er tryggt að fyrirtækið fylgi ströngum kröfum um rétta meðhöndlun gagna og upplýsinga sem og notkun ferla í rekstri og aðbúnaði.

Vottunin er endurnýjuð árlega af bresku staðlastofnuninni BSI, sem gerir þá úttekt á öllum þáttum sem snúa að vottuninni. Þess má geta að Umslag hefur verið valið Framúrskarandi fyrirtæki ársins þrjú ár í röð af Creditinfo.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×