Innlent

Reyndi að myrða stjúpu sína - miskabætur lækkaðar um milljón

Hæstiréttur Íslands staðfesti fimm ára langan dóm Héraðsdóms Reykjaness yfir pilti sem var dæmdur fyrir tilraun til manndráps vorið 2012.

Dómald Dagur Dómaldsson var dæmdur fyrir að reyna að myrða stjúpmóður sína með stórum eldhúshníf en hann stakk hana ítrekað.

Í niðurstöðu Hæstaréttar Íslands segir að árásin hafi verið ófyrirleitin og til þess fallin að valda konunni dauða. Þó er litið til þess að hann var ekki orðinn 18 ára gamall er hann framdi brotið auk þess sem honum hefur ekki verið gerð refsing áður. Þá er einnig tilgreint sérstaklega í niðurstöðu Hæstaréttar að Dómald hefur sótt sér aðstoð sálfræðings.

Miskabætur til konunnar voru hinsvegar lækkaðar um eina milljón króna og þarf Dómald því að greiða stjúpu sinni tvær milljónir í stað þriggja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×