Innlent

Eyþór áhugaljósmyndari fékk 4 ár og 6 mánuði í héraði

Jóhannes Stefánsson skrifar
Eyþór fékk 4 ára og 6 mánaða fangelsisrefsingu í héraði.
Eyþór fékk 4 ára og 6 mánaða fangelsisrefsingu í héraði. Mynd/ Vilhelm

Eyþór Kolbeinn Kristbjörnsson var sakfelldur í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag fyrir að hafa tekið myndir af og viðhaft kynferðislegt athæfi gagnvart nokkrum stúlkum á barnsaldri. Eyþór nauðgaði einni stúlknanna sem þá var 15 ára gömul.

Eyþór var dæmdur í 4 og hálfs árs fangelsi. Þá var honum gert að greiða 12 stúlkum skaðabætur vegna háttsemi sinnar, en hann var sýknaður af tveim ákæruliðum.

Eyþór fékk barnungar stúlkurnar ýmist til að bera sig í vefmyndavél eða annarsstaðar þar sem hann tók sjálfur af þeim ljósmyndir. Þá lét hann í að minnsta kosti eitt skipti stúlku hafa við sig munnmök.

Eyþór mun hafa sett sig í samband við  stúlkurnar í gegnum samskiptasíður á netinu þar sem hann lofaði þeim peningagreiðslum fyrir að sitja fyrir í kynferðislegum myndatökum og annað kynferðislegt athæfi. Myndir af sumum stúlkunum fundust á tölvu Eyþórs.

Eyþór var sýknaður af ákæru um að hafa greitt stúlku fyrir kynferðismök þar sem það þótti ekki sannað að atvikið hafi átt sér stað. Eyþór var einnig sýknaður af ákæru um ýmsar kynferðislegar athafnir með stúlku sem þá var 14 ára gömul, þar sem hann neitaði því sem borið var upp á hann eindregið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×