Innlent

Menn íklæddir búrkum frömdu vopnað rán í Selfridges í London

Jóhannes Stefánsson skrifar
Skjáskot af vef Daily mail
Skjáskot af vef Daily mail Mynd/ Daily Mail

Hópur manna klæddur búrkum framdi vopnað rán í verslun Selfridges í London í gærkvöldi.

Vitni hefur lýst ráninu fyrir miðlinum Daily Mail en atvikið náðist á myndband. Khalid Samata segist hafa heyrt háan hvell og séð tvo menn í íslömskum klæðnaði ræna verslunina um miðjan dag.

„Ég heyrði tvo háa hvelli," sagði Khalid. „Fyrri hvellurinn hljómaði eins og einhver hefði dottið í gegnum búðarborð en sá seinni hljómaði eins og skothvellur."

„Það byrjuðu allir að hrópa og hlaupa í burtu. Ég vissi að um rán væri að ræða þegar ég leit niður af hæðinni af ofan og sá fólk brjóta búðarborðin."

Mennirnir rústuðu glerborðum í versluninni með öxum og höfðu á brott mikið magn af skartgripum.

Samata, sem starfar fyrir franska ræðismanninn í London sagðist „hissa þegar ég sá að þeir klæddust allir búrkum."

„Ræningjarnir virtust mjög faglegir. Þeir sögðu ekki orð hvor við annann og voru þöglir. Mér tókst að kveikja á myndavélinni minni og taka upp þegar sumir þeirra hlupu úr búðinni."

Tveir ræningjanna voru handsamaðir af vegfarendum eftir ránið sem var í gærkvöldi.

Mennirnir voru teknir traustataki af borgurum eftir að vespa sem þeir hugðust flýja á hafði lent í árekstri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×