Fleiri fréttir

Löggan í hassi

Lögreglan á Suðurnesjum haldlagði nær hundrað grömmum af kannabisefnum í húsleit sem gerð var í umdæminu um helgina.

Komnir í grunnbúðir Everest

Guðmundur Stefán Maríusson og Ingólfur Geir Gissurarson komu í grunnbúðir Everest síðastliðinn föstudag. Grunnbúðir Everest sunnan megin í fjallinu eru staðsettar í tæplega 5400 metra hæð yfir sjávarmáli.

Vigdísarstofnun mun starfa undir formerkjum UNESCO

Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, afhendir í dag frú Vigdísi Finnbogadóttur samstarfssamning íslenskra stjórnvalda og UNESCO, menningar-, mennta- og vísindastofnunar Sameinuðu þjóðanna, um að Vigdísarstofnun - alþjóðleg miðstöð tungumála og menningar starfi undir formerkjum UNESCO. Ráðherra hefur

Íkveikja í Hafnarfirði

Slökkviliðið var kallað að höfuðstöðvum Hvals hf í Hafnarfirði um klukkan tíu í gærkvöldi, þar sem eldur logaði í geymslugámi.

Meiri kosningaþátttaka

Alls 786 manns höfðu kosið utan kjörfundar í Reykjavík í gær, sem er heldur fleiri en á sama tíma fyrir síðustu Alþingiskosningar.

Svifryksmengun mældist mikil

Loftgæði í Fljótshverfi, austan Kirkjubæjarklausturs, og í Reykjavík mældust langt yfir meðaltali í gær. Á vef Umhverfisstofnunar sýndu mælar að svifryksmengun væri sautjánfalt yfir viðmiðunarmörkum í hádeginu í gær. Við Grensásveg í Reykjavík var mengunin nærri fjórfalt yfir sömu viðmiðunarmörkum.

Andstaða við Bjarnarflagsvirkjun

Meirihluti landsmanna er andvígur því að fleiri álver verði reist á Íslandi. Þá eru umtalsvert fleiri andvígir virkjunarframkvæmdum í Bjarnarflagi við Mývatn en eru þeim fylgjandi. Þetta leiðir skoðanakönnun Capacent Gallup í ljós sem unnin var fyrir Landvernd og var kynnt á aðalfundi félagsins á laugardag. Byggðu niðurstöðurnar á svörum 862 einstaklinga en alls var leitað til 1.450 við gerð könnunarinnar.

Ólíklegt að fólk láti börnin bíða

Á meðan verið er að innleiða kerfi þar sem tannlækningar verða gjaldfrjálsar fyrir börn verður nokkur bið á því að kerfið nái til allra aldurshópa. Þannig líða þrjú ár þar til kerfið nær til barns sem er fjögurra ára í dag.

Glímum ekki við heilbrigðisvanda Grikkja

Þrátt fyrir niðurskurð hafa hér ekki komið upp sambærileg heilbrigðisvandamál og í löndum á borð við Spán, Portúgal og Grikkland. „Þar hefur sjálfsvígstíðni farið vaxandi og smitsjúkdómar brotist út í síauknum mæli, auk þess sem aðgengi að heilbrigðisþjónustu hefur versnað til muna,“ segir Geir Gunnlaugsson landlæknir í nýrri grein á heimasíðu Landlæknisembættisins.

Dularfullur gripur sem fannst á torfbæ

„Þetta er stykki af kolaofni, eða einhverju slíku. Ég fann þetta á gömlum torfbæ sem verið var að rífa og tók hann með mér því mér fannst þetta vera sérstakur gripur, sem þetta greinilega er fyrst að fornleifafræðingarnir þekkja hann ekki,“ segir Vilhjálmur Steingrímsson um grip sem hann lét meta á greiningadegi Þjóðminjasafnsins. Vilhjálmur býr á Hofsósi en átti erindi til Reykjavíkur í gær og ákvað að láta skoða gripinn í leiðinni.

Styttir ferðatímann um allt að helming

Hægt er að stytta ferðatíma almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu stórlega með notkun hraðvagna; sérstaks kerfis sem bætir hraða og áreiðanleika strætisvagna. Stofnkostnaður hraðvagnakerfis er margfalt minni samanborið við léttlestakerfi, sem hefur verið nefnt sem vænlegur kostur.

Helvíti hart að borga 60% í skatt

"Ég ætla ekki að kvarta undan því að borga skatt, en það er helvíti hart að 60 prósent af minni innkomu fer í skatta,“ segir hárgreiðslukonan sem Lóa Pind Aldísardóttir ræddi við í Stóra málinu.

Ef ríkisstjórnin væru hjón væru þau löngu skilin - með hörmungum

"Mín skilaboð til næstu ríkisstjórnar eru að þau fari vinna eins og fyrirtæki, fara að vinna saman. Ef þau væru fyrirtæki væru þau löngu farin á hausinn. Ef þetta væri hjónaband, væru þau löngu skilin og það með hörmungum,“ segir maður sem stefndi íslenska ríkinu út af auðlegðarskattinum og hafði betur.

Fleiri frambjóðendur dæmdir - meðal annars fyrir líkamsárás

Fjórir á framboðslista Framsóknarflokksins hafa hlotið dóma á síðustu árum þar af einn sem sló annan mann hnefahöggi í andlitið. Tveir á framboðslistum Lýðræðisvaktarinnar hafa hlotið dóma fyrir meiðyrði á netinu og líkamsárás.

Greiða 110 þúsund í bensín

Hjón sem búa á Akranesi og starfa í Reykjavík eyða gríðarlegum fjármunum í eldsneyti og Hvalfjarðargöngin.

Flokkarnir vilja lækka tryggingagjaldið sem hefur skilað millljörðum í kassann

Tryggingagjaldið, sem skilað hefur tugum milljarða króna í ríkissjóð - verður lækkað eftir kosningar, ef marka má loforð flokkanna. Nær öll framboð vilja lækka gjaldið. Sjálfstæðisflokkur og Hægri grænir eru meðal fárra sem vilja lækka bensínskatta og afnema þrepaskiptan tekjuskatt á launþega.

Íslendingar í útlöndum sjöunda kjördæmið

Íslendingum á kjörskrá, sem eiga lögheimili erlendis, hefur fjölgað um tæp þrjátíu prósent frá síðustu kosningum. Hópurinn telur tæplega þrettán þúsund manns og búa flestir á Norðurlöndunum.

Öxnadalsheiðin opnuð á ný

Búið er að opna fyrir umferð á Öxnadalsheiðinni en þar var ófært fyrr í dag eftir að bílar festust og rúta fór út af veginum.

Landvernd krest þess að hætt verði við Bjarnarflagsvirkjun

Aðalfundur Landverndar, sem var haldinn í Reykjavík í dag, hvetur stjórn Landsvirkjunar og sveitarstjórn Skútustaðahrepps til að hlífa lífríki Mývatns við auknu álagi sem mun fylgja fyrirhugaðri Bjarnarflagsvirkjun við Mývatn.

Kosningafundur eins og jarðarför

Arnar Gauti Sverrisson tískuráðgjafi spurður hvað honum fyndist um klæðaburð frambjóðenda til alþingiskosninganna sem komu fram í umræðuþætti RÚV í vikunni.

Illfært á Öxnadalsheiðinni - rúta fór út af veginum

Það er illfært á Öxnadalsheiðinni þessa stundina en rúta fóru út af veginum vegna slæmrar færðar. Þá festist strætisvagn einnig á heiðinni sem gengur á milli Reykjavíkur og Akureyrar, en vagninn er núna kominn til Varmahlíðar.

Spila í Saturday night live

Hljómsveitin Of Monters and men spilar í einum frægasta grínþætti veraldar í byrjun maí, eða þættinum Saturday night live.

Alfreð skoraði tvö í sigri Heerenveen

Alfreð Finnbogason var heldur betur á skotskónum þegar Heerenveen lagði Willem II, 3-2, í hollensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu en Alfreð skoraði tvö mörk í leiknum.

Nótan í Eldborgarsal Hörpu í dag

Nótan - uppskeruhátíð tónlistarskólanna verður haldin í Eldborgarsal Hörpu í dag en hátíðin er þrískipt en þátttakendur koma af öllu landinu og eru á öllum aldri.

Jóhanna og föruneyti komin til Kína

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra kom til Kína í gærkvöldi ásamt fríðu föruneyti. Í viðtali við kínversku fréttastofuna Xinhua segist Jóhanna bjartsýn á að skrifað verði undir fríverslunarsamning á milli ríkjanna á morgun.

Einstaklingsframboðin ógild í nær öllum kjördæmum

Einstaklingsframboðin hafa verið úrskurðuð ógild í öllum kjördæmum landsins nema Reykjavíkurkjördæmunum í suðri og norðri þar sem enn á eftir að tilkynna hvaða framboð eru gild og hver ekki.

Vill að ráðherra skipi dómara í Hæstarétt

„Hæstiréttur Íslands er veikburða,“ segir Jón Steinar Gunnlaugsson, hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi hæstaréttardómari, í lokaorðum nýrrar ritgerðar sem út kom á bók í gær.

Sjá næstu 50 fréttir