Innlent

Svifryksmengun mældist mikil

Mikið öskufall varð í eldgosinu í Eyjafjallajökli 2010. Gætir þess enn þegar vindur blæs ofan af heiðum. fréttablaðið/vilhelm
Mikið öskufall varð í eldgosinu í Eyjafjallajökli 2010. Gætir þess enn þegar vindur blæs ofan af heiðum. fréttablaðið/vilhelm
Loftgæði í Fljótshverfi, austan Kirkjubæjarklausturs, og í Reykjavík mældust langt yfir meðaltali í gær. Á vef Umhverfisstofnunar sýndu mælar að svifryksmengun væri sautjánfalt yfir viðmiðunarmörkum í hádeginu í gær. Við Grensásveg í Reykjavík var mengunin nærri fjórfalt yfir sömu viðmiðunarmörkum.

Mengun mælist svo há í sérstökum veðurskilyrðum. Í gær stóð vindur úr norðaustri og blés ryki og öskuögnum ofan af jöklum. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni hefur svifryksmengun mælst mikil í slíkum veðrum síðan í eldgosunum síðustu ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×